Fréttir

Föstudaginn 8. mars opið kl 15-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 15:30 ASA 3-8m/sek, 0 stig og alskýjað en er að birta til. Færið er troðinn þurr snjór.  Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 7. mars lokað erum að vinna svæðið.

Í dag munum við vinna svæðið og gera það klárt fyrir næstu daga. Veðrið kl 08:00 SA gola, frost 4 stig og léttskýjað s s veðrið er orðið gott. Það lítur mjög vel út með veðrið um helginna, veðurspáin er !!hægur vindur og bjart!! Það er verið að vinna í fjallinu við troðslu, það þarfa að athuga ýmislegt eftir svona hvassviðri. Nýjar upplýsingar um kl 14:00 í dag. Starfsmenn

Miðvikudaginn 6. mars lokað vegan veðurs

Lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 15:00 ENE 17-25m/sek og meira í hviðum en mesta hviða á þessum sólahring er 42,5m/sek, frostið er 7 stig og er mikill skafrenningur. En þetta stendur allt til bóta, veðrið á að ganga niður næsta sólahringinn og lítur ágætlega út með veðrið um helginna. Nýjar upplýsingar um kl 12:00 á morgun Starfsmenn

Þriðjudaginn 5. febrúar verður lokað vegna veðurs.

Það verður lokað í dag. Veðrið kl 13:00 NA 7-14m/sek, og hviður upp í 20m/sek, frost 10 stig en veðurspá er ekki ekki góð fyrir daginn í dag og á morgun en það lítur miklu betur út með veður eftir miðvikudaginn þá gengur hann í hæga austan átt. Það hefur ekki mikið snjóða í Skarðsdalinn enda hefur verið mjög hvasst með þessu og sennilega er allur snjórinn fokinn upp á hálendið, en það er nægur snjór í öllu brekkum á skíðasvæðinu, frá 1 meter og upp í 5-6 metra á Búngusvæði. Skíðasvæðið opnar aftur á fimmtudaginn 7. febrúar Nýjar upplýsingar um hádegið á morgun. Starfsmenn

Mánudaginn 4. mars er lokað v/veðurs.

Lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 15:00 ENE 15-25m/sek og hviður upp í 38m/sek, frost 9 stig og töluverður éljagangur og þessu fylgir mikill skafrenningur. Veðurspá er okkur ekki í hagstæð til fimmtudags 7. mars en þá á veðrið að lagast. Nýjar upplýsingar á morgun kl 13:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 3. mars kl 12:00 höfum við lokað vegna veðurs

Kl 12:00 höfum við lokað vegna veðurs og mikils skafrennings. Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 11:00 V 2-8m/sek, frost 6 stig, töluverð snjókoma og ekki gott skyggni. Færði er troðinn nýr snjór. Takið daginn snemma veðurspá er ekki góð þegar líður á daginn, við gætum þurft að loka svæðinu með stuttum fyrirvara. Það verður ekki skíðakennsla í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 2. mars opið kl 10-16

Það verður opið  í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 09.00 VSV 2-6m/sek, frost 3 stig og léttskýjað. Færið er unnið haðfenni og er nýr snjór yfir, það hefur snjóað aðeins. Vetrarhátíð ÚÍF fer fram um helginna og verður leikjabraut við Neðstu-lyftu og kynning á gönguskíðum á Hólssvæði. Göngubraut á Hólssvæði ca 3-4 km hringur.  Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn  

Föstudaginn 1. mars lokað

Í dag verður lokað vegna aðstæðna. Á svæðinu kl 10:00 er rok og rigning, hiti 7 stig.  Það er ekki hægt að vinna brekkur við þessar aðstæður.  Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi.   Morgundagurinn lítu mjög vel út en á morgun verður komið frost og bjart veður. Sjáumst á morgun laugardaginn 2. mars kl 10:00 Starfsmenn

Fimmtudaginn 28. febrúar opið kl 13-19

Ath. það verður opið í dag fimmtudaginn 28.febrúar og föstudaginn 1. mars kl 13-19. Í dag verður opið frá kl 13-19. Veðrið kl 17:00 SA gola, hiti 2 stig og alskýjað. Færið er unnið harðfenni en það hefur aðeins snjóað ofan-á og er færið ágætlega mjúkt fyrir alla. Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi.   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 27. febrúar lokað vegna hvassviðris

Í dag verður lokað vegan hvassviðris. Veðrið kl 12:30 VSa 5-12m/sek og hviður upp í 20m/sek, hiti 4 stig en léttskýjað. Veðrið á morgun  fimmtudaginn 28. febrúar lítur ágætlega út. Nýjar upplýsingar kl 12.00 á morgun 28. febrúar Starfsmenn