Fréttir

Takk fyrir veturinn skíðagestir góðir

Takk fyrir veturinn skíðagestir góðir, en aðsókn í vetur var um 7000 manns sem er um 2800 færra en í fyrra, enda var veturinn upp og niður. Þess má geta að við vorum númer 3 í röðinni á eftir Bláfjöllum og Hlíðarfjalli með aðsókn.  Það má bæta við að mikill fjöldi fjallaskíðafólks kom inn á svæðið, sennilega um 500-700 manns og 90% erlendir gestir, enda er dalurinn rómaður af fjallaskíðafólki og nefnir fólk aðgengi sé gott og fjölbreytni í brekkum mjög mikið. Opnunar dagar voru 79 í vetur á móti 100 dögum í fyrra. Skíðasvæðið opnar 1. desember en þá verður hvíta gullið komið um allt fjall segir spákona mér. Hafið það gott í sumar.

Föstudaginn 12. maí Super Tröll á morgun

Fjallaskíðamótið Super Tröll Ski Race fer fram á morgun og er start kl 12:00, startið fer  fram í Skútudalnum og er gengið þar upp og bakvið Hólshyrnu, fram hjá Hólskarði og eftir Blekkilsbrúum, norður Blekkil, yfir Selskál og uppá suður Súlubrúnir, síðan fram Súlufjall og niður Súlubrekku að Grashólaböllum á T-lyftusvæði og endar við Skíðaskálan á svæðinu sem allir tala um. Sjáumst hress á morgun

Fimmtudaginn 11 maí uppfærðar fréttir

Á laugardaginn 13. maí fer fram Fjallaskíðamótið Super Tröll og fyrirhugað var að slútta vetrinum með Skarðsrennslinu. Það verður að aflýsa Skarðsrennslinu þetta vorið vegna snjóleysis. Skíðasvæðið opnar aftur 1. desember og þá sjáumst við hress. Það koma nýjar fréttir laugardaginn 13. maí kl 10:00 í tengslum við Fjallaskíðamótið. Starfsmenn

Miðvikudaginn 10. maí

Það er að frétta af skíðasvæðinu í dag að veðrið er mjög leiðinlegt ANA 15-20m/sek og 25-35 m/sek í hviðum, en það hefur ekki snjóað mikið til fjalla enn þá. Veðurspá í dag, morgun og á föstudaginn er nokkuð hvöss og mögulega snjókoma af og til. Stefnum á að vera með opið ef aðstæður leyfa laugardaginn 13. maí og sunnudaginn 14. maí. Það koma nýjar fréttir á föstudaginn kl 10:00 Starfsmenn   

Fimmtudaginn 4. maí nýjustu fréttir

Það sem er að frétta af skíðasvæðinu hér í Skarðsdalnum að það verður lokað um helgina 6-7. maí vegna snjóleysis og það verður að segjast eins og er að þessi vetur er sennilega að renna sitt skeið, hér er búið að vera 20 stiga hiti og hnjúkaþeyr síðan við lokuðum eftir síðust helgi. Tökum stöðuna seinni partinn í næstu viku með opnun 12-14. maí Sumarkveðjur frá starfsmönnum