Fréttir

Þriðjudaginn 2. febrúar lokað

Það verður lokað í dag vegna veðurs það komið leiðinda veður af NA nú kl 14:30, opnum næst á miðvikudaginn 3. febrúar  Vantar starfsmenn á skíðasvæðið:  Starfsmann við lyftugæslu og fl. Vinnutími er virkadaga frá kl 15-19 og um helgar frá kl 09-16 Starfsmann við afgreiðslu, miðasölu og fl Vinnutími um helgar frá kl 10-15  Þessi störf henta bæði konum og körlum.  Nánari upplýsingar í síma 893-5059/467-1806 skard@simnet.is Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður. 

Sunnudaginn 31. janúar opið 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 10:00 NA 4-8m/sek, frost 6-9 stig, lítilsháttar éljagangur og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað ca 25-40 cm síðust 2 dag þannig að færið er mjúkt. Við troðum allar skíðaleiðir nema Búngubakkan það verður boðið upp á púðurskíðun. Göngubraut verður tilbúinn á Hólassvæði kl 12:00 Velkomin á skíði í dag

Laugardaginn 30. janúar lokað

Á morgun verður púðrað og göngubraut lögð á Hólssvæði. Það verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið er NA 8-15m/sek og fylgir þessu töluverður éljagangur  og skafrenningur og verður svo í dag en á morgun verður rjómablíða. Þeir sem voru búnir að panta byrjendakennslu í dag þeir tímar verða á morgun. Minni á skíðakennslu fyrir lengra komna á milli 15-16 á morgun  Sjáumst hress á morgun

Föstudaginn 29. janúar lokað

Lokað í dag vegna skafrennings veðrið kl 13:30 ANA 10-20m/sek Veðurútlit er norðan 10-15m/sek í dag en um helgina er spáð aðeins hægar veðri eða 5-13m/sek Nýjar upplýsinagar á morgun kl 08:00

Fimmtudaginn 28. janúar lokað

Kl 16:00 Lokað í dag vegna veðurs, það er éljagangur og skafrenningur. Opnun í skoðun en veðrið hefur breyst töluvert veðrið kl 15:30 SSW 5-14m/sek, frost 3 stig, éljagangur og og skafrenningur færið er unnið harðfenni. Nýjar upplýsingar kl 16:00.   Byrjendanámskeið laugardaginn 30.jan kl 13-16 og Sunnudaginn 31. jan kl 13-15. Skíðakennsla fyrir lengra komna sunnudaginn 31. jan kl 15-16, sunnudaginn 14. feb kl 15-16 og sunnudaginn 21. feb kl 15-16 gjald fyrir þessa 3 sunnudag er kr 10.000.- Skráning í síma 467-1806/893-5059  Vantar starfsmenn á skíðasvæðið:  Starfsmann við lyftugæslu og fl. Vinnutími er virkadaga frá kl 13-19 og um helgar frá kl 09-16  Starfsmann við afgreiðslu, miðasölu og fl Vinnutími um helgar frá kl 10-15 Þessi störf henta bæði konum og körlum.  Nánari upplýsingar í síma 893-5059/467-1806 skard@simnet.is  Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 27. janúar opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 09:00 SW 1-4m/sek, frost 3-5 stig og léttskýjað. Færið er unnið harðfenni og eru troðnar brekkur meðfram lyftum. Vantar starfsmenn á skíðasvæðið: Starfsmann við lyftugæslu og fl. Vinnutími er virkadaga frá kl 13-19 og um helgar frá kl 09-16 Starfsmann við afgreiðslu, miðasölu og fl Vinnutími um helgar frá kl 10-15 Þessi störf henta bæði konum og körlum Nánari upplýsingar í síma 893-5059/467-1806  Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður   Velkomin í Skarðsdalinn  Starfsmenn

Þriðjudaginn 26. janúar lokað/closed

Það verður lokað í dag en opnum á morgun miðvikudaginn 27. janúar kl 15:00 Veðurútlit er mjög gott næstu 2 daga og er færið í Skarðsdalnum mjög gott breiðar og langar brekkur. Sjáumst hress á morgun.  

Mánudaginn 25. janúar opið 15-19

Opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 17:00 SSW 7-17m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað. Færið er unnið harðfenni og er búið að troða allar brekkur meðfram lyftum. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Sunnudaginn 24. janúar opið 11-16

Opið í dag frá kl 11-16, veðrið er SSW gola, hiti 4-6 stig og léttskýjað, færið er troðinn rakur snjór en utan við troðnar brekkur er töluvert hart færi. Búngusvæðið þar er Miðbakki troðinn en Búngubakki er ekki troðinn og er hann töluvert harður.  Ath. veðurstöðin á svæðinu er komin í lag.   Veðurspá er góð í dag, reyndar of mikill hiti. Suðaustan- og úrkomulítið á N-landi en töluverður hiti 3-8 stig.      Velkomin í fjallið.

Laugardaginn 23. janúar lokað v/hvassviðris

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Opnum á morgun kl 11:00, nýjar upplýsingar kl 09:00 Starfsmenn