Fréttir

Opið í dag, föstudaginn 1.maí

Í dag, föstudaginn 1.maí verður opið frá 13-18. Allar lyftur verða opnar og göngubraut á Hól.. Troðinn, blautur snjór. Veðrið er gott, sól, logn og 5-10 stiga hiti. Velkomin á skíði, starfsmenn.

Það verður lokað frá mánudegi til fimmtudags

Lokað verður frá mánudeginum 27. apríl til fimmtudagsins 30. apríl. Við verðum með opið frá föstudeginum 1. maí til sunnudagsins 3. maí. Mig langar að minna á loka daginn laugardaginn 9. maí síðasti opnunardagur. Velkomin í Skarðsdalinn. Starfsmenn

Opið í dag sunnudaginn 26. apríl

Opið verður í dag frá kl 11-16, veðrið er mjög gott logn, sól og 8 stiga hiti, færið er töluvert blaut á neðstasvæðinu en mun betra á T-lyftusvæðinu. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er inn Hólsdalinn. Velkomin á skíði starfsmenn.  

Opið í dag laugardaginn 25. apríl

Við opnum kl 11-16 í dag, veðrið er N-gola, +2c°, snjókoma, og töluverð þoka er á svæðinu. Við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut er í Hólsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn

Lokað í dag

Við verðum að hafa lokað í dag, það er blind þoka og slydduhríð á neðstasvæðinu en snjókoma á efrasvæðinu, við opnum á morgun laugardaginn 25. apríl kl 10-16, nánari upplýsingar á morgun um kl09:00. Starfsmenn  

Frestun á opnun í dag föstudaginn 24. apríl

Við seinkum opnun í dag til kl 15:00 og verðum með opið til kl 18:00 Það er töluverð rigning og þoka á svæðinu en við  erum að vona að þetta létti þegar líður á daginn, nánari upplýsingar um kl 14:00. Starfsmenn

Opið í dag fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta

Við verðum með opið í dag sumardaginn fyrsta frá kl 11-16, veðrið hjá okkur er mjög gott S-gola, heiðskírt og 3-5 stiga hiti, færið er troðinn blautur snjór og færið er betra eftir því sem ofar kemur, það eru 5 brekkur troðnar en ath þær eru ekki troðnar í fullri breidd. Allar lyftur keyrðar og göngubraut er í Hólsdalnum. Velkomin á skíði til að njóta dagsins Starfsmenn.

Við opnum á morgun fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta.

Við opnum á morgun sumardaginn fyrsta 23. apríl kl 11-16, það er ágætis veður útlit á morgun, nánari upplýsingar um kl 10:00 23. apríl. Velkomin á skíði starfsmenn.  

Lokað í dag þriðudaginn 21. apríl

Við verðum með lokað í dag þriðudaginn 21. apríl og líka miðvikudaginn 22. apríl. Opnunar dagar framundan eru 23-26 apríl, 1-3 maí og síðasti opnunardagur er laugardagurinn 9. maí. Við opnum 23. apríl sumardaginn fyrsta kl 11-16, nánari upplýsingar á morgun. Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag mánudaginn 20. apríl

Við verðum með opið í dag frá 16-18 og eingöngu neðstu-lyftu, færið er mjög lint, veðrið er mjög gott sól, logn, og 10 stiga hiti. Það verður lokað á morgun þriðjudaginn 21. apríl og miðvikudaginn 22. apríl en við opnum á sumardaginn fyrst fimmtudaginn 23. apríl kl 11-16, nánari upplýsingar á miðvikudaginn um kl 15:00. Velkomin á skíði starfsmenn.