Fréttir

Þriðjudaginn 10. júní smá frétt

Ja nú er veturinn búinn og komið sumar en í Skarðsdalnum er hægt að skíða út um allt, nægur snjór í öllum bökkum en lyftulínur eru sumar ekki inni en frábært utanbrautarfæri. Skarðsrennsli tókst mjög vel og verður haldið aftur, skipt í fleiri flokka og svo höfum við fótbolta á milli aðkomumanna og heimamanna og síðan verða tónleikar eftir verðlaunasermoníu. Takið frá 16. maí 2015 en þá verður Skarðsrennsli. Karlaflokkur, kvennaflokku, brettaflokkur kvenna og karla. Þetta verður fyrir 20 ára og eldri. Takk fyrir veturinn og sjáumst hress næsta vetur.