Fréttir

Framkvæmdir á áætlun í Skarðsdalnum

Lokið var við að steypa undirstöður fyrir Hálslyftu 26. október, unnu við það verk margir vaskir menn en að því verki komu Bergara, Básara, Rauðkumenn og fl, í undirstöður fóru um 42 m3 af steypu. Þetta verk tókst mjög vel en einungis tók 5 daga að grafa fyrir mótum, koma þeim fyrir og steypa, takk fyrir þetta drengir. Allur lyftubúnaður er kominn til Sigló og bíður þess að verað setur upp þegar steypa hefur náð styrk, unnið verður við rafbúnað og að gera lyftubúnað kláran næstu daga, en markmiðið er að reisa lyftuna í kringum 15-20. nóvember og taka lyftuna í notkun 1.desember. Það hefur ýmislegt verið gert til að bæta þjónustu við skíðafólk í Skarðsdalnum. Búið er að setja upp nýtt hús á Búngusvæði með snyrtingum og pallur í kring, búið er að lagfæra og lengja Stálmastursbrekku og lýsing hefur verið bætt á því svæði, búið er að færa Markhús og byggja pall í kringum það, sem nýtist sem Mark-og Hálslyftuhús. Það eru spennandi tímar framundan í Skarðsdalnum en markmiðið er að opna svæðið 1. desember og þar með nýja lyftu Hálslyftu sem mun gjör breyta svæðinu. Þegar þetta er skrifað er kominn nægur snjór á Búngusvæði og í efrihluta T-svæðis, þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Egill Rögg

Framkvæmdir við Hálslyftu ganga vel

Allt á fullu við byggingu á Hálslyftu sem mun tengja T-lyftusvæðið og Búngusvæðið og auðvelda allt aðgengi á Búngusvæðið. Búið að koma öllum mótum fyrir og unnið er að því að færa Markhúsið sem mun nýtast sem Markhús og Hálslyftuhús, lagfæra þarf Stálmasturbrekku og bæta lýsingu á svæðinu. Sjá frétt inn á siglo.is http://sksiglo.is/is/news/framkvaemdir_a_skidasvaedinu/