Fréttir

Föstudaginn 31.okt

Það hefur snjóað töluvert hjá okkur frá 30-140 cm og næstu daga er úrkoma í kortunum þannig að þetta lítur mjög vel út með framhaldið en svæðið opnar 22. nóvember. Fylgist með okkur næstu daga. Fjallamenn

Þriðjudaginn 28. október

Minni á að við opnum svæðið 22. nóvember kl 11:00. Það er að koma góður grunnur af snjó þegar þetta er skrifað. Það hefur snjóað töluvert á svæðinu undanfarna daga. Tilboð á vetrarkortum kemur inn á heimasíðu í byrjun nóvember og mun gilda til 10. des En veitur verður afsláttur eftir fjölda keyptra korta og spennandi tilboð fyrir framhalds og háskóla krakka. Fylgist með. Minni á maí-opnun 2015 og Skarðsrennsli 16. maí Fjallamenn

Sunnudaginn 12. október

Nú höfum við tekið stefnuna á að opna svæðið laugardaginn 22. nóvember og vonandi getum við haft opið tvær helgar í nóvember en síðan mun svæðið vera opið frá 1. desember og til 1 maí, (formleg vetraropnun). En stefnan er tekin á að hafa opið allar helgar í maí næsta vor. Munið eftir Skarðsrennslinu 16. maí næsta vor. Fjallamenn Ps þetta hvíta er að koma, sjá vefmyndavél.