Fréttir

Mánudaginn 9. september

Nú er unnið við ýmsan frágang við Hálslyftu s s grafa niður öryggiskapal, setja jarðveg að undirstöðu, mála lyftuhús, fegra allt umhverfi og fl. Unnið er við ýmsa aðra hluti til að gera svæðið klárt fyrir veturinn og hefur verið unnið markvist að fyrirbyggjandi viðhaldi í sumar en lyftur og tæki þurfa mikið viðhald.  Staðarhaldari

Laugardaginn 6. september skíðað í Skarðsdalnum

Hópur krakka, þjálfara og foreldrar voru á skíðum í Skarðsdalnum um helginn við fínar aðstæður en hægt er að skíða niður svokallaðan miðbakka á Búngusvæði. Krakkarnir voru dregin upp á snjósleðum upp á Búngutopp og skíðuðu niður bæði innrileið og miðbakka. Veðrið var mjög gott 10-15 siga hiti logn og blíða. Það er frábært að sjá að skíðaáhugamenn nýti sér þessar aðstæðu en snjóalög eru með mesta móti á þessu svæði í langan tíma. Kveðja frá staðarhaldara.