Fréttir

Lokað í dag

Því miður er lokað í dag, það er mikið rok á svæðinu, við munum opna á morgun sunnudaginn 2 nóvember kl 11:00 Upplýsingar í síma 878-3399

Opnun í dag

Veðrið núna kl 12:30 er SV 15-18 m og fer upp í töluvert meiri vind í hviðum, reynt verður að opna kl 16:00 í dag ef veður leyfir, lestnar verða nýjar upplýsingar kl 15:30 inn á 878-3399

Skíðasvæðið opnar föstudaginn 31 okt

Skíðasvæðið opnar á morgun föstudaginn 31 október kl 16:00-20:00 Neðsta-lyfta og T-lyfta verða opnar á morgun,  frítt verður í lyftur þessa helgi eða frá föstudegi-sunnudags og þeir sem eru með árskort 2008, þau kort gilda til áramóta. Upplýsingar verða lestnar  inn á símsvara 878-3399  

Stefnt á opnun laugardaginn 1 nóv

Reynt verður að opna skíðasvæðið laugardaginn 1 nóvember kl 11 ef veður og aðstæður leyfa, það er kominn töluverður snjór.  

Nú snjóar og snjóar

Það lítur út fyrir það að það ætli að snjóa töluvert hjá okkur núna, vonandi verðum við klárir þegar styttir upp, það stendur til að setja t-stykkin á morgun á T-lyftuna.  

Undirbúningur svæðis

Undirbúningur svæðis er í fullum gangi verið er að setja höld á neðstu-lyftu og verður haldið áfram að setja höld á T-lyftu og Bungulyftu næstu daga. Egill R

Undirbúningur fyrir veturinn

Undirbúningur fyrir veturinn er í fullum gangi s s lyftur, lýsingar og markaðsstarf er hafið af fullum krafti. Það hefur snjóað smávegis og vonandi heldur það áfram og mun verða opnað um leið og hægt er. Egill Rögnvaldsson  

Nýr rekstaraðili að skíðasvæðinu

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning milli Valló ehf. og Fjallabyggðar um rekstur íþróttasvæða á Siglufirði.   Valló ehf. stefnir að því að efla markaðssetningu skíðasvæðisins og kynna það sem eitt besta skíðasvæði landsins. Opnunartími svæðisins verður einnig rýmri.   Valló ehf mun hér eftir stjórna þessari síðu og veita upplýsingar um skíðasvæðið.   Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og tómstundafulltrúi