Fréttir

Laugardaginn 1. febrúar lokað

Kl 10:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris og er veðurspá okkur ekki hliðholl í dag. Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00 Kl 06:30 Það er lokað eins og er. Það er mikið hvassviðri á svæðinu NA 20-30m/sek. Tökum stöðuna kl 12:00 Starfsmenn

Föstudaginn 31. janúar opið kl 15-19

Í dag verður opið frá kl 15-19. Veðrið kl 13:00 austan 2-8m/sek, hiti 3 stig og léttskýjað. 4 troðnar brekkur og er þurr snjór á svæðinu Velkomin í fjallið Starfsmenn

Fimmtudaginn 30. janúar opið kl 15-19

Í dag verður opið frá kl 15-19. Veðrið kl 13:00 austan gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er mjög gott troðinn þurr snjór. Púður á Búngusvæði. Frábært veðru og enn betra færi Velkomin í fjallið

Miðvikudaginn 29. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 11:00 SSV gola, frost 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Það er frábært færi sennilega það bezta á vetrinum og svo er töluvert púður á Hálslyftu og Búngusvæði.    Veðurútlit er mjög gott í dag bjart og fallegt veður og þetta gula mun sjást hér um hádegið enda voru hér sólarlumur laugardaginn 11. janúar þegar þetta gula var hér í dalnum.  En við vorum fyrstir með sólina hér í firðinu, bara svo það sé á hreinu. Velkomin í fjallið

Þriðjudaginn 28. janúar lokað,opnum á morgun kl 15:00

Þetta er það sem koma skal í Skarðsdalinn Sunkid er fremsta fyrirtæki í heimi með búnað til að þjóna yngstu skíðaiðkendunum og reyndar allri fjölskylduni. Skoðið þessa heimasíðu. þetta er draumurinn http://www.sunkidworld.com/

Mánudaginn 27. janúar opið kl 16-19

Opnum aftur á miðvikudaginn 29. janúar Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið kl 10:00 ANA 5-12m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn rakur snjór á neðstasvæði en þurr snjór í efrihluta svæðisins. Veðurspá dagsins: Strandir og Norðurland vestra Norðaustan 5-10 og dálítil él eða slydduél. Frost 0 til 4 stig en um frostmark við sjóinn. Spá gerð: 27.01.2014 06:22. Gildir til: 28.01.2014 18:00. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Sunnudaginn 26. janúar opið kl 10-16

Flottur dagur að baki, rúmlega 200 manns komu í fjallið í dag. Opnum á morgun kl 16:00 Í dag er opið frá kl 10-16. Veðrið kl 10:30 sunnan gola, frost 1 stig, heiðskírt og þetta gula mun sjást á Búngusvæði. Færið er unnið harðfenni en það sker vel í fyrir alla. Búið að troða neðstubrekku, t-lyftubrekku, stálmasturbakka ,búngubakka, miðbakka og innrileið samtals 250.000m2. !!Utan við troðnar brautir er mikið harðfenni og hálka, farið varlega!! Velkomin í fjallið

Laugardaginn 25.janúar opið kl 10-16

Kl 15:30 Flottur dagur í dag. Fjöldi manns hefur komið í fjallið í dag, um 350 manns. Flott veðurútlit er fyrir morgundaginn svo nú er um að gera að mæta í fjallið. Þetta gula mun sjást í fjallinu á morgun. Opnum kl 10 í fyrramáli. Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 11:30 SA gola, hiti 2 stig og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni, það hefur snjóað aðeins þannig að færið er mjög gott fyrir alla. Ath. skíðagestir góðir endilega að skíða í troðnum brautum, utan við troðið er mjög erfitt færi vegna mikils harðfennis og hálku. Velkomin í fjallið

Föstudaginn 24. janúar lokað

Í dag er lokað vegna veðurs, Veðrið kl 13:00 8-15m/sek og hviður í 18-20m/sek og töluverður skafrenningur. Miðað við veðurspá á þetta veður að ganga niður með kvöldinu og veðrið um helginna lítur mjög vel út. Veðurspá í dag og á morgun.  Austan og norðaustan 10-15 með slyddu eða snjókomu. Dregur úr vindi í kvöld, austan 3-8 og úrkomulítið í nótt og á morgun en stöku él annað kvöld. Hiti um frostmark í dag, en annars frost 0 til 5 stig. Spá gerð: 24.01.2014 12:19. Gildir til: 26.01.2014 00:00. Opnum á morgun kl 10:00 Nýjar upplýsingar kl 08:00 í fyrramáli.

Fimmtudaginn 23. janúar opið kl 16-19

Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið kl 17:00 SW 4-8m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað. Troðum brautir eftir hádegi vegna úrkomu en samkvæmt veðurspá á að lægja seinni-partinn. Gæti komið til að við opnum ekki allar lyftur, það kemur í ljós þegar líður á daginn. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn