Fréttir

Skarðsrennsli úrslit

Nú liggja fyrir yfirfarin úrslit í Skarðsrennslinu 2016  Dömur  Nr 1 Anna Vilbergsdóttir tími 3.19.37  Nr 2 Kristín Guðmundsdóttir " 3.23.29  Nr 3 Hanna S Ásgeirsdóttir " 3.33.53  Nr 4 Erla Gunnlaugsdóttir " 3.53.04  Herrar  Nr 1 Ólafur Eiríksson tími 2.21.38  Nr 2 Jón Fanndal " 2.22.89  Nr 3 Ingvar Steinarsson " 2.23.43  Nr 4 Halldór Antonsson " 2.33.34  Nr 5 Ottó Leifsson " 2.39.57  Nr 6 Björgvin Gunnarsson " 2.39.91  Nr 7 Mark Duffield " 2.43.11  Nr 8 Sævar Pétursson " 2.46.49  Nr 9 Valtýr Sigurðsson " 3.13.22  Nr 10 Skúli Jónsson " 3.22.00  Nr 11 Theodór Ottósson " 3.34.67  Mótsnefnd

Lokað/closed

Innilegt þakklæti fyrir veturinn en í fjallið komu 10 þúsund manns og opnunardagar voru 104 og takk fyrir mætinguna um Hvítasunnuna, Skarðsrennslið verður að ári 13. maí og keppt verður í flokkum 21-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 51 ára og eldri og að sjálfsögðu konur og karlar. Sjáumst hress næsta vetur Fjallamenn Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:30 er austan gola, hiti 7 stig og heiðskírt. Færið er vorfæri og er töluvert mjúkt í öllum brekkum. Takið daginn snemma gæti farið að vinda af SW þegar líður á daginn. Störtum Skarðsrennsli kl 13:00 Sjáumst hress Fjallamenn

Laugardaginn 14. maí lokað vegna hvassviðris

Kl 13:00 Lokað vegna hvassviðris, reynum á morgun hvítasunnudag. Verðið er SW 10-20 m/sek Opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 10:30 WSW 6-14m/sek, hiti 3 stig og er alskýjað en samkvæmt veðurspá að að birta til í dag. Færið er vorfæri töluvert mjúkt. Í dag fer fram Skarðsrennsli, start kl 13:00, skráning á staðnum og eru veitingar við Skíðaskálan. Skráningagjald er kr 4.000.- 18 ára og eldri, verðlaun eru vetrarkort og ýmislegt frá Fjallakofanum. Styrtaraðili er Réttingaverkstæði Jóa Það sem er troðið er í dag Neðstasvæði, T-lyftusvæðið og Miðbakka frá Búngutopp að Hálslyftu en í þeim bakka fer fram rennslið. Velkomin í Skarðsdalinn Fjallamenn

Lokað frá 9-13. maí

Svæðið verður lokað frá mánudeginum 9. maí -föstudagsins 13. maí. Opnum svæðið laugardaginn 14. maí og sunnudaginn 15. maí sem eru loka dagar á þessum vetri. Skarðsrennsli fer fram laugardaginn 14. maí start kl 13:00 3 km rennsli (risasvig) grill og húllum hæ. Keppt er í flokkum 18 ára og eldri og 10-18 ára Vegleg verðlaun Réttinagverkstæði Jóa og Fjallakofinn Sjáumst hress

Sunnudaginn 8. maí opið/open 10-16

Ath. að gefnu tilefni gilda ekki Norðurlandskortin í maí, þau giltu til 30. apríl Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er logn, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór og er hann rakur. Það er troðið við Neðstulyftu og T-lyftu og er miðbakkinn troðinn á Búngusvæði og leið niður að Hálslyftu. Búngubakkinn og Hálslyftubakki er ótroðið. !!Ath. svæðið norðan/hægramegin við Búngulyftu er lokað vegna veikra snjólaga og er skilti við sleppingu á Búngulyftu!!   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 7. maí opið/open

KL 13 opið/open veðrið er logn, hiti 4 stig og það er að birta til. Það er töluverður snjór á svæðinu. ATH opnum eingöngu 2 lyftur. Í dag fer fram Fjallaskíðamótið Super Troll  start kl 14:00 og má reikna með að keppendur verði komnir í mark á bilinu 15:30-17:00      Velkomin á svæðið Starfsmenn

Föstudaginn 6. maí lokað/closed

Það verður lokað í dag, það er verið að moka til snjó en það hefur snjóað ca 100 sm síðustu 9 daga sem er mesta snjódýpt á svæðinu í vetur. Snjódýpt er um 200sm á ákveðnum stöðum nú. Veðirð kl 11:40 er nA 3-7m/sek, hiti 1 stig og slydda og snjókoma. Á morgun opnum við kl 10- en á morgun fer fram Fjallaskíðamótið Super Troll og er veðurútlit gott á morgun og skyggni ætti að verð nokkuð gott á morgun, en sunnudagurinn lítur mjög vel út. Sjáumst á morgun og verða nýjar upplýsingar uppfærðar á morgun kl 08:00 Starfsmenn

Fimmtudaginn 5. maí lokað/closed

Það verður lokað í dag. Það verður opið um helgina, gott veðurútlit um helgina. Nánari upplýsingar á morgun. Fjallaskíðamótið Super Troll fer fram á laugardaginn 7. maí Starfsmenn

Skíðasvæðið verður lokað/closed 2-4. maí

Svæðið verður lokað frá 2-4 maí en opnum aftur 5-8. maí en laugardaginn 7. maí fer fram Super Troll Fjallaskíðamótið. Minni á Skarðsrennslið 14. maí, 3 km rennsli og grill og húllum hæ á eftir. Nýjar upplýsingar á fimmtudaginn 5. maí Starfsmenn

Sunnudaginn 1. maí opið/open

!!Til hamingju með daginn!! Opið í dag frá kl 10-15, veðrið er bara gott, logn, hiti 3 stig og sól, færið er troðinn nýr blautur snjór og það sem er troðið er Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið, Hálslyftusvæðið og Búngusvæðið er ótroðið. Utanbrautarfærið er guðdómlegt. Takið daginn snemma, það skiptir máli. Sjáumst hress og kát. Fjallamenn