Fréttir

Annar í páskum 1. apríl

Frábærir páskar að baki. Klukkan er orðin 16:00 og höfum við lokað í dag og verður lokað á morgun þriðjudaginn 2.apríl en svæðið verður opnað aftur á miðvikudaginn 3. apríl kl 15-19. Frábær páskahátíð að baki en gestir inn á svæðið voru 5 þúsund sem er algjört met í aðsókn yfir páska. Vil ég koma miklu þakklæti til ykkar skíðagestir góðir, þið voru frábær.  Góðar kveðjur frá okkur öllum. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón lyftudrengir og miðasöludömurnar Kristínu Júlí og Sjöfn Ylfu.  1. apríl skemmtilegur dagur framundan vegna þess að það verður opið í dag frá kl 10-16 og veðrið er það sama og undanfarna 9 daga logn, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór Búngusvæði og Hálslyftusvæði troðið í nótt en neðri svæðin tvö troðin undir morgun. Það er sama sagan frábært veður og frábært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur. Velkomin að kveðja páskana í Skarðsdalnum í dag. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir, Sigurjón og miðasöludömurnar Kristín Júlía og Sjöfn Ylfa.

Páskadagur 31. mars opið kl 10-16. Gleðilega páska

Gleðilega páska. Í dag páskadag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 bara gott SA gola, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Allar brekkur troðnar í nótt. S s frábært veður og enn betra færi, það er ekki hægt að fá betri aðstæður. Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur léttur og góður. Páskaeggjarennsli við neðstu-lyftu fyrir 10 ára og yngri fer fram kl 13:00, allir sem taka þátt fá lítið páskaegg þegar rennsli er lokið. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

Laugardagurinn 30. mars opið kl 10-16

KL 16:00 frábær dagur að baki, um 1000 manns komu í fjallið í dag og allt gékk mjög vel. Takk kærlega fyrir daginn skíðagestir góðir, sama veðurblíða á morgun, sjáumst hress á morgun. Strákarnir í fjallinu Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón og miðasölu-daman hún Kristín Júlía taka vel á móti ykkur á morgun. Ath. það er orðið lítið eftir af skíðabúnaði til leigu. Örfá skíði og brettir. Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:20 austan gola, frost 5 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 10-20 cm í brekkur. S s frábært veður og frábært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði kl 12:00 Lifandi tónlist við Skíðaskálan !! Gómar!! Í gær komu um 1200 manns inn á svæðið. Velkomin á skíð í dag Starfsmenn

Föstudagurinn langi 29. mars opið kl 10-16

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 sama veður blíðan áfram WSW 2-6m/sek, hiti 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, allar brekkur troðnar í nótt. Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur. Barnagæsla í frá kl 12:00-14:00 í boði TM-trygginga. Í umsjón Smástráka. Þessir styrkja skíðasvæðið TM-tryggingar, Réttingaverkstæði Jóa, Skeljungur, Sparisjóðurinn, Bás verktakar og Bifreiðaverkstæði Jónasar. Leikjabraut við Neðstu-lyftu fyrir þau yngstu. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn 

Skírdagur 28. mars opið kl 10-16

Tökum tillit til til hvors annars, mig langar að koma á framfæri til snjósleðamann að keyra ekki yfir göngubraut og meðfram göngufólki á Hólssvæði, það er pláss fyrir alla og enginn er að banna neinum að njóta útivistar, verum öll vinir næstu daga. Frábær skíðadagur að baki en dagurinn í dag var met dagur síðan Valló tók við rekstri skíðasvæðisins fyrir 5 árum en inn á svæðið í dag komu um 1100 manns og er sennilega stærsti dagur á skíðasvæði á Siglufirði fyrr og síðar og enn eru eftir nokkrir góðir dagar. Gómar mæta á svæðið á morgun kl 13:00 með létta sveiflu. Veðurspá næstu 4 daga er bara blíða svo nú er um að gera að mæta á svæðið, við strákarnir tökum vel á móti ykkur. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Sigurjón og Birgir og svo má ekki gleyma stúlkunum í miðasölunni Sjöfn Ylfu og Kristínu Júlíu.    Í dag skírdag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 sama veður blíða og hefur verið síðustu 7 daga, logn, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. S s frábært veður og frábært færi. Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur. TM tryggingar bjóða upp á barnagæslu í dag á milli 12:00-14:00. Skíðakennsla er í fullum gangi, fjórði hver fær fría kennslu í boði TM trygginga. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn 

Miðvikudaginn 27. opið kl 13-19

Í dag verður opið frá kl 13-19. Veðrið kl 13:00 sama veður blíðan vestan gola, frost 4 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, allar berkkur troðnar í gærkveldi. Silki færi. Frábært veður og frébært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur léttur og góður fyrir alla. Ath. skráning í skíðakennslu er í fullum gangi. Símar 467-1806/893-5059 Fjórði hver fær kennsluna fría í boði TM trygginga. Veðruspá næstu dag er bar flott svo nú er um að gera að drífa sig á Sigló. Velkomin á skíði í dag Starfsfólk

Þriðjudaginn 26. mars opið kl 13-19

Í dag þriðjudaginn verður opið frá kl 13-19. Veðrið kl 08:45 WSW gola, frost 4 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Sama blíðan og sama góða færið í dag. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur. Velkomin á skíði Starfsmenn

Mánudaginn 25. mars opið kl 13-19

KL 15:45 eru komnir í fjallið um 350 manns Ath. !!setjum öryggið á oddinn!! Notum hjálma og notum festiólar á brettin. Í dag mánudaginn 25. mars verður opið frá kl 13-19. Veðrið kl 09:30 VSV gola, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór þannig að færið er  harðpakkað enda nýlegur snjór á svæðinu. Frábært veður og frábært færi. Göngubraut á Hólssvæði tilbúinn 4 km hringur. Velkomin á skíði Starfsmenn Ath. skíðakennsla verður á svæðinu um páskana.

Sunnudaginn 24. opið kl 10-16

Í dag sunnudaginn 24. mars verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:30 logn, frost 1 stig, heiðskírt og glaða sól. Færið er troðinn harðpakkaður snjór. Frábært veður og frábært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

Laugardaginn 23. mars opið kl 10-16

Nú er klukkan að verða tvö og eru skíðagestir komnir í 400. Veðrið er frábært og færið í heimsklassa. Í dag laugardaginn 23. mars verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 austan gola, frost 1 stig, heiðskírt og sólin að koma upp.  Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og frábært færi. Göngubraut á Hólssvæði tilbúinn kl 13:00 4 km hringur. Velkomin á skíði í dag. Egill, Óðinn, Kári, Björn og Birgir