Fréttir

Föstudaginn 23. maí skíðasvæðið er lokað

Það skal tekið fram að gefnu tilefni að skíðasvæðið er lokað. Það koma fram á Bylgjunni að svæðið væri opið, mistök, hjá Bylgjunni, en við höfum lokað svæðinu þetta vorið. Umsjónarmaður Egill Rögg

Fimmtudaginn 22. maí frábært færi til utanbrautarskíðunar

Frábært færi er til að skíða utanbrautar í Skarðsdalnum í dag og verður næstu daga. Endilega að nýta sér það meðan snjór eru um allt. Fá sér göngutúr og skíða niður flottar brekkur !!fullar af snjó!!.  Egill Rögg

Sunnudaginn 18. maí nú höfum við lokað skíðasvæðinu þetta vorið

Nú höfium við lokað skíðasvæðinu þetta vorið. Takk fyrir veturinn skíðagestir góðir og sjáumst hress næsta vetur. Umsjónarmaður  Egill Rögg

Sunnudaginn 18. maí nú höfum við lokað skíðasvæðinu þetta vorið

Nú höfum við lokað Skarðdalnum þetta vorið. Takk fyrir veturinn og sjáumst hress næsta haust. Opnunardagar  voru 88 og gestir inn á svæðið voru 10500. Umsjónarmaður  Egil Rögg

Enginn titill

Laugardaginn 17. maí Skarðsrennsli opið frá kl 11-16

Frábær dagur að baki en um 90 manns komu í fjallið í dag og kepptu 25 manns í Skarðsrennsli sem var um 3km braut og voru mörg læri á suðumarki þegar í mark var komið. Frábær endir á góðum vetri. Þakka öllu sem komu í Skarðsdalinn í vetur kærlega fyrir að heimsækja okkur í vetur. Stefnum á að opna á morgun ef veður verður í lagi. Sjáumst hress næsta vetur. Kl 09:00 veðrið  logn, sól og hiti 5 stig. Færið er töluvert mjúkt sumarfæri. Ath. Norðurlandskort eru fallin úr gildi. Skráning hefst miðvikudaginn 15. maí og er mjög einföld senda tp á egillrogg@simnet.is og svo bara skrá sig á staðnum. Veðurútlit er mjög gott fyrir laugardaginn SA gola og flott. Skíðasvæðið verður lokað til 17. maí en þá verður opið og Skarðsrennsli fer fram kl 13:00. Grill á eftir. Gjaldi í fjallið er kr 2.000.- fyrir fullorðna og kr 700.- fyri börn og að sjálfsögðu gilda útgefin vetrarkort í Skarðsdalnum. Vegleg verðlaun fyrir 3 fyrstu  1. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 5 manns. (2 fullorðnir+3börn) Út að borða á Kaffi Rauðku. Morgunverður  í Aðalbakaríi  2. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 4 manns. (2 fullorðnir+2börn) Pizza á Allanum  3. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 3 manns.(2 fullorðnir+1barn) Pizza á Torginu 4. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna 5. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna 6. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna Skarðsrennsli er 3 km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur) fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að Skíðaskála. Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3, en tímataka fer fram með skeiðklukku. Bæði fyrir skíði og bretti. Fylgist með okkur hér á heimasíðu og facebook Umsjónarmaður skíðasvæðis Egill Rögg

Laugadagur 3.Maí Opið frá 10-16.

Það verður opið í dag frá 10-16. Velkomin á skíði. Strafsmenn.

Föstudaginn 2. Mai Lokað.

Það verður lokað Föstudaginn 2 Mai. Nýjar upplýsingar Laugadaginn 3. Mai.

Fimmtudaginn 1. maí opið kl 11-15

Opið í dag frá kl 11-15. Veðrið kl 08:30 SA gola, hiti 2 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Allt troðið í gær og það var frost í nótt. Flott veður og flott færi. Ath. Norðurlandskort gilda ekki lengur. Þá daga sem opið verður fram á vor er tekið gjald af öllum nema þeim sem eiga útgefin Vatrarkort í Skarðsdalnum. Vasakort gilda hér og er hægt að fylla á þau. Velkomin í siglfirsku alpana Starfsmenn