Fréttir

Lokað í dag sunnudaginn 10. maí

Við verðum að hafa lokað í dag, það er SV 10-12m/sek og meira í hviðum og rigning. Þetta var loka helginn, og höfum við því lokað skíðasvæðinu núna þetta vorið, ég vil koma miklu þakklæti til allra nær og fjær sem heimsótu skíðasvæðið í vetur, vonandi sjáumst við hress og kát næsta vetur og ef ég verð með skíðasvæðið næsta vetur þá stefnum við á að opna 1. nóvember takk takk. Starfsmenn skíðasvæðisins: Egill, Óðinn, Birkir, Rögnvaldur, Hulda, Kári og Helgi óska ykkur öllum gleðilegs sumars.  

Lokað í dag laugardaginn 9. maí

Við verum að hafa lokað í dag, það er leiðinda veður og mjög blint, við stefnum á að opna á morgun sunnudaginn 10. maí kl 12-16. Frítt verður í lyftur og skíðasvæðið bíður upp á grillaðar pylsur. Starfsmenn  

Komið þið sæl gott fólk.

Við verðum með lokað þessa viku, en síðasti opnunardagur  þessa vetrar verður laugardaginn 9. maí þá verður opið frá kl 12-16. nánari upplýsingar á laugardaginn um kl 10:00. Skíðasvæðið bíður upp á grillaðar pylsur í tilefni dagsins. Frítt verður í lyftur þennan dag. Starfsmenn  

Lokað í dag, sunnudaginn 3.maí

Lokað verður í dag sunnudaginn 3. maí, vegna veðurs. Starfsmenn skíðasvæðis

Sunnudagurinn, 3.maí

Upplýsingar um hvort hægt verði að opna skíðavæðið í dag, koma inn um kl.12. Starfsmenn skíðasvæðis

Lokað í dag, laugardaginn 2.maí

Lokað verður í dag, laugardaginn, 2.maí, vegna veðurs. Stefnt er að opnun á morgun, sunnudag. Nánari upplýsingar á morgun um kl. 9. Starfsmenn skíðasvæðis.

Laugardagurinn, 2.maí,

Í dag var stefnt á að opna kl. 10.00. Veðrið er hins vegar ekki með besta móti, rigning og rok. Nýjar upplýsingar verða komnar inn um kl. 12, hvort að hægt verði að opna síðar í dag. Starfsmenn skíðasvæðis

Opið í dag, föstudaginn 1.maí

Í dag, föstudaginn 1.maí verður opið frá 13-18. Allar lyftur verða opnar og göngubraut á Hól.. Troðinn, blautur snjór. Veðrið er gott, sól, logn og 5-10 stiga hiti. Velkomin á skíði, starfsmenn.