Fréttir

Útboð skíða- og knattspyrnusvæða

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði frá og með þriðjudeginum 5. ágúst. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna á Siglufirði fyrir kl. 14:00 mánudaginn 25. ágúst 2008, en þá verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Frekari upplýsingar gefur Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri