Fréttir

Miðvikudaginn 1. apríl upplýsingar fyrir ykkur góðir gestir

Horfið hér til hægri á myndbandið, það kemur okkur öllum í skíðagírinn Upplýsingar um svæðið næstu daga. Neðstasvæðið: Troðinn brekka meðfram lyftu, Æfintýraleið, Bobbbraut, Leikjabraut og pallur. T-lyftusvæði: Troðinn brekka meðfram lyftu, Bobbbraut vestan við brekku og austan við lyftu troðinn leið niður að mastri nr 2 á T-lyftu. Hálslyftusvæði: Troðinn brekka meðfram lyftu og frískíðun hægramegin við lyftu. Búngulyftusvæði: Troðinn Búngubakki, Miðbakki niður að Hálslyftu, frískíðun norðan við og meðfram Búngulyftu og frískíðun á milli bakka. Ath Innrileið verður ekki troðinn. Það er flottur nýr snjór á svæðinu. Göngubraut troðin í Hólsdalnum. Smá upplýsingar um hvað Skarðsdalurinn hefur uppá að bjóð. Nýjar upplýsingar kl 08:00 í fyrramáli. Sjáumst hress á morgun. Velkomin í Fjallabyggð

Miðvikudaginn 1. apríl opið kl 15:00:-19:00

Kl 13:40. Opnum kl 15:00-19:00 veðrið er að ganga niður. Veðrið kl 16:00 NNA 3-10m/sek, éljagangur og frost 6 stig, en skyggnið er erfitt og er birtan að koma og fara. Það er verið að moka veginn með stórum blásara (farið varlega) Setjum Neðstulyftu og T-lyftu. Það hefur verið mjög erfitt að vinna berkkurnar vegna veðurs. Göngubraut verður tilbúinn kl 16:00 á Hólssvæði Velkomin á skíði Starfsmenn Það er lokað eins og er, það er ekkert skyggni eins og er. töluverður éljagangur og er norðan vindur 6-15m/sek og er frost 6 stig.  Miðað við veðurspá á að lægja birta til eftir hádegið. Nýjar upplýsingar kl 14:00 Starfsmenn 

Þriðjudaginn 31. mars opnun í skoðun

KL 10:30 Það verður lokað í dag, það er éljagangur og skafrenningur og er skyggnið ekki gott. Lítur strax betur út á morgun. Nýjar upplýsingar kl 10 í fyrramálið. Erum með opnun í skoðun, veðurspáin er aðeins að stríða okkur fyrir daginn í dag, en veðurútlit eftir daginn í dag er mjög gott. Svona lítur veðurspá dagsins út: Vaxandi norðvestanátt með morgninum, 8-15 m/s eftir hádegi og éljagangur. Norðan 5-10 á morgun og lítilsháttar él. Frost 3 til 9 stig. Það koma nýjar upplýsingar kl 12:00 Starfsmenn

Mándaginn 30. mars opið kl 14-19

KL 18:00 Höfum lokað í dag vegna mikillar blindi og skafrennings. Ath. Það eru lokaðar allar brekkur norðan við Búngusvæði og dalurinn innan við Búngusvæðið einnig vegna snjóflóðahættu. Ath. það er búið að loka Hálslyftu og Búngulyftu vegna skafrennings og mikilar blindu. Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 16:40 NV 5-10m/sek, frost 4 stig og er töluvert blinda hjá okkur. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 25-50 cm síðan í gær.  Troðið verður Neðstasvæðið, T-lyftusvæði og Hálslyftusvæðið en Búngusvæðið verður boðið upp á að skíða í púðri. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Mánudaginn 30. mars opið kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 10:30 austan gola, frost 4 stig og það er að létta til já okkur. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað töluvert hjá okkur ca 25-50 cm síðan í gær og er töluverð vinna við að moka til og troða. Veðurspá dagsins: Norðan 8-13 og él. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Aftur norðan 8-13 og él upp úr hádegi á morgun. Frost 1 til 8 stig. Erum með göngubraut í skoðun og vonandi getum við lagt hana þegar líður á daginn.   Velkomin í fjallið Starfsmenn

Sunnudaginn 29. mars opið kl 10-16

Kl 13:30 Höfum lokað Hálslyftu og Búngulyftu vegna snjókomu og skafrennings. Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 13:30 ANA 4-10m/sek, frost 4 stig og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 10-15cm. Tróðum eingöngu 2 neðstusvæðin en efrisvæðin 2 líta mjög vel út þar er ca 10-20 cm nýr snjór ofaná þeim, flott færi fyrir frískíðun. Ath. gerður verður göngu hringur á Hólssvæði frá og með mánudeginum 30. mars og til annan í páskum, en snjór er ekki mikill svo að við munu gera göngubraut með snjósleða. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 28. mars opið kl 10-16

13:20 - Allar lyftur komnar í gang. Veðrið kl 13:30 SSW 2-10m/sek og 2 stiga frost. 12:00 - T-lyftan komin i gang. Kl 11:40 erum að keyra eingöngu neðstu-lyftu vegna SW vinds, en vonandi getum við sett fleiri lyftur í gang á eftir. Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 10:00 SW 2-17m/sek, frost 2 stig ogléttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Það verða hægir vindar í dag og mun verða éljagangur af og til í dag. Ath. Öll vasakort er hægt að fylla á hér t d kort sem þið notið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli Velkomin í Skarðsdalinn

Föstudaginn 27. mars opið/open kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 09:30 WSW 4-10m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Veðrið í dag verður WSW átt og gæti élja annað slagið að öðru leiti lítur þetta mjög vel út, snjóalög eru frá einum meter og uppí 4 metra. Það er ágætis færi að skíða utanbrautar. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 26. mars opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 09:00 WSW 4-7m/sek, frost 1 stig og léttskýjað og sólin að sýna sig inn á milli. Færið er troðinn þurr snjór, flott færi og flott veður. Páskafjörið byrjar strax mánudaginn 30. mars, skoðið dagskrána hér fyrir ofan. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 25. mars opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 14:30 WNW2-5m/sek, hiti 4 stig, lítilsháttar rigning og alskýjað. Færið er troðinn rakur snjór en er þurrari eftir því sem ofar kemur, miðað við veðurspá á að létta til og kólna og vonandi gerist það seinnipartinn. Velkomin í fjallið Starfsmenn