Fréttir

Allt að gerast

Nú þegar haustið er komið kemur að því að skíðasvæðið í Skarðsdal  opnar og er stefnt  á að opna fyrstu daganna í nóvember og vera með opið til loka apríl á næsta ári. Jarðvegsvinna stendur yfir á öllu svæðinu og er lokið við vinnu á Búngusvæði  þar sem lyftusporið var lagfært og grjóthreinsun og á T-svæðinu var lyftuspor lagfært en jarðvegsvinna stendur  nú yfir  á Neðstasvæðinu og í framhaldinu verður unnið við uppsetningu á  snjógirðingum og nú er vonandi að  við þurfum ekki eins mikinn snjó til að starta svæðinu. Valló ehf sem rekur skíðasvæðið í Skarsdal á Siglufirði hefur tekið þá ákvörðun að bjóða öllum grunnskólabörnum í  1 og 2 bekk frítt í lyftur í vetur og öðrum grunnskólabörnum í Fjallabyggð Vetrarkort á kr. 3.000.- og öllum framhaldsskólakrökkum í  Menntaskóla Tröllaskaga og öðrum krökkum frá  Fjallabyggð  sem eru í framhaldsskólum Vetrarkort á kr. 5.000.- Vetrarkort gilda frá opnun að hausti 2010 til vors 2011. Rekstraaðili skíðasvæðisins gerir ráð fyrir því mörg börn í Fjallabyggð  nýti sér þetta tilboð og nýti svæðið sér  til skemmtunar og yndisauka og að sjálfsögðu skíðafélögin bæði  til æfinga og keppni á komandi vetri  og  verður gaman að sjá þegar  krakkar bæði úr austurbænum og vesturbænum koma   í  Skarðsdalinn,  svona  til gamans var svæðið opið í 100 daga og gestir rúmlega 10 þúsund á síðasta vetri og er spennandi að sjá hvað Héðinsfjarðargöng gera fyrir svæðið, nú þegar eru hópar búnir að boða koma sína á komandi vetri.  Sjáumst hress í vetur. Heimasíða svæðisins er: skard.fjallabyggd.is   Egill Rögnvaldsson  umsjónarmaður.          

Unnið við jarðvegsvinnu og viðhald á lyftum

Allt verður vera tilbúið fyrir veturinn  Jarðvegsvinna stendur yfir á öllu svæðinu og viðhald á lyftum, búið er að lagfæra lyftuspor í Búngu-lyftu  svo nú á enginn að fara á loft á milli 3 og 4 mastur og 6 og 7 mastur og nú er unnið við lyftuspor í T-lyftu og við að slétta allt neðstasvæðið, þetta á að gera það að verkum að við getum opnað svæðið á mun minni snjó en hefur verið, enda stefnum við á að vera tilbúnir fyrstu daganna í nóvember. Sjáumst hress Starfsmenn