Fréttir

Vertíðinni lokið

Nú er skíðavertíðinni formlega lokið. - Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar. Starfsfólk Skíðasvæðisins í Skarðsdal 

Mánudagurinn 12 mai.

Búið er að opna neðstu og T lyftur, það er 8 stiga hiti aðeins austan gola frekar þungt færi en þó skárra en á sunnudag því snjórinn sem kom síðast er að verða horfinn, minnum einnig á gönguhringinn við Hól fram fyrir stífluna.

Sunnudagurinn ii mai.

Erum búnir að opna neðstu og T lyftu það er frekar þungt færi , en gott veður sól og hiti um 10 gráður, þaðer búið að leggja gönguhring fram fyrir stíflu, nú fer hver að vera síðastur að notfæra sér þá aðstöðu njótið útiveru meðan veður leifir.

Næst opið á föstudag

Nú komið svo að við ætlum að hafa opið um helgar fram á sumar, eða á meðan að snjór og færi eru til staðar. Fylgist með hér eða á símsvara á föstudaginn.

Sunnudagurinn 4 mai.

Hér á skíðasvæðinu er 5 stiga hiti austan belgingur það hvasst að ekki er hægt að hafa búnguna opna það er búið að opna neðstu og T það má ekki hvessa mikið meira svo að ekki þurfi að loka T göngu hringur var lagður framm fyrir stífluna í gær. Það er vorfæri en nægur snjór.

Laugardagurinn 3 mai.

Allar lyftur voru opnaðar kl 10 og opið til 16 það er vorfæri blautur snjór en þó var frost upp í búngu þar til í morgunþar hefur bætt á um 1 metra  of snjó, það voru um 60 cm niður á borðin sem voru þar uppi, hér er einnig bretta mót sem hefst kl 1.Vonumst til að geta lagt gönguhring eftir hádegi við Hól

Föstudagurinn 2 mai.

Það hefur snjóað og snjóað hér á skíðasvæðinu og snjóar enn, það er mjög dimmt fyrir ofan neðstu lyftuna en þar er snjór ekki blautur og er þar því ísing og eins og hrímþoka og sést því mjög lítið þar og erfitt að vinna svæðið þar, uppfrá er einnig snjókoma , við vonumst til að birti til á morgun eða í nótt þá getum við oppnað allar lyftur,í neðstu lyftuni er hinsvagar slidda og því blautt færi, verður því neðsta lyftan sú eina sem opin verður í dag.