Föstudagurinn 2 mai.

Það hefur snjóað og snjóað hér á skíðasvæðinu og snjóar enn, það er mjög dimmt fyrir ofan neðstu lyftuna en þar er snjór ekki blautur og er þar því ísing og eins og hrímþoka og sést því mjög lítið þar og erfitt að vinna svæðið þar, uppfrá er einnig snjókoma , við vonumst til að birti til á morgun eða í nótt þá getum við oppnað allar lyftur,í neðstu lyftuni er hinsvagar slidda og því blautt færi, verður því neðsta lyftan sú eina sem opin verður í dag.