Fréttir

Þriðjudaginn 1. febrúar lokað vegna veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs einn daginn en, en það góða við veðrið núna er að nú er að  koma snjór og nú fagna allir skíðamenn. Opnum á morgun kl 15-19 ef veður leyfir. Starfsfólk

Mánudaginn 31. janúar er lokað vegna veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 15:30 NA 7-12m/sek og fer upp í 15-20m/sek í hviðum, erum að fá smá snjó, næsta opnun er á morgun 1. febrúar kl 15-19, nýjar upplýsingar kl 12 á morgun. Starfsfólk

Mánudaginn 31. janúar opið kl 16-19

Skíðasvæði verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 12:30 austan gola, frost 2 stig og smá éljagangur, færið er unnið harðfenni, við opnum eingöngu Neðstu-lyftu og T-lyftu. Starfsfólk skíðasvæðisins mælist til þess að foreldrar séu með börnum yngri en 8 ára í fjallinu með staðan er eins hún er í fjallinu mjög lítill snjór. Skíðamaður góður það þarf að fara varlega, það er lítill snjór á Neðstasvæði og T-lyftusvæði en Búngusvæði er mjög gott. Staðan á svæðum: Neðstasvæði lyftuspor er gott, skíða þarf niður veg og brekku beint á móti skíðaskála. T-lyftusvæði er lyftuspor gott og hægt  er að skíða brekkuna niður að vegi og ofan við Markhús niður veg og áfram niður Þvergilið að T-lyftu. Starfsfólk.

Sunnudaginn 30. janúar lokað vegna veðurs

Skíðasvæði, við verðum að loka svæðinu, það er rok og rigning, færið er mjög erfitt. Svæðið opnar á morgun kl 15-19, nýjar upplýsingar kl 12:00. Starfsfólk  

Sunnudaginn 30. janúar opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 09:00 WSW 5-8m/sek, hiti 5 stig og léttskýjað, færið er blautur snjór og við stefnum á að opna allar lyftur. Starfsfólk skíðasvæðisins mælist til þess að foreldrar séu með börnum yngri en 8 ára í fjallinu með staðan er eins hún er í fjallinu mjög lítill snjór. Skíðamaður góður það þarf að fara varlega, það er lítill snjór á Neðstasvæði og T-lyftusvæði en Búngusvæði er mjög gott. Staðan á svæðum: Neðstasvæði lyftuspor er gott, skíða þarf niður veg og brekku beint á móti skíðaskála. T-lyftusvæði er lyftuspor gott og hægt  er að skíða brekkuna niður að vegi og ofan við Markhús niður veg og áfram niður Þvergilið að T-lyftu. Búngusvæði er mjög gott. Velkomin í fjallið Starfsfólk

Laugardaginn 29. janúar opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið frá kl 11-16, veðrið kl 08:30 SSA 2-6m/sek og fer í 7-11m/sek í hviðum, frost 1 stig og alslýjað, við erum að stefna á að opna allar lyftur. Aðstæður eru erfiðar á Neðstasvæði og T-lyftusvæði en Búngusvæði er mjög gott. Skíðamaður góður það þarf að fara varlega, það er lítill snjór á svæðinu. Staðan á svæðum: Neðstasvæði lyftuspor er gott, skíða þarf niður veg og brekku beint á móti skíðaskála. T-lyftusvæði er lyftuspor gott og hægt  er að skíða brekkuna niður að vegi og ofan við Markhús niður veg og áfram niður Þvergilið að T-lyftu. Búngusvæði er mjög gott. Velkomin í fjallið Starfsfólk

Föstudaginn 28. janúar lokað vegna veðurs.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 13:30 SV 7-13m/sek hviður 23-28m/sek, 3. stiga frost,  næsta opnun er á morgun laugardaginn 29. janúar kl 10:00, nýjar upplýsingar kl 09:00 á morgun. Bent er á að nýjustu upplýsingar eru ávallt inn á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544   Starfsfólk

Fimmtudaginn27. janúar lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag,  stefnum á að opna svæðið á laugardaginn, það á að frysta síðdegis í dag og kannski fáum við 3 él og um leið við getum, byrjum við að moka í lyftusporið á neðstu-lyftu og gera allt klárt á öðrum stöðum, Búngusvæðið er mjög gott en SV vindurinn gerir okkur erfitt fyrir að keyra þá lyftu. Ps veðurspá er okkur ekki hagstæð næstu daga. Sjáumst hress Starfsfólk

Þriðjudaginn 25. janúar lokað vegna snjóleysis

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna snjóleysis, stefnum á að opna fimmtudaginn 27. janúar, erum að moka snjó í lyftulínur, á Búngusvæðinu eru allar brekkur inni en við Neðstu-lyftu er brekkan úti en hægt er að skíða niður veginn þegar við höfum mokað til snjó og T-lyftusvæði er brekkan úti en hægt er að skíða niður veg og áfram niður Þvergilið að T-lyftu, þetta kemur allt. Starfsfólk

Mánudaginn 24. janúar lokað.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna rigningar, vinds og  hita og er færið mjög blautt og er mjög erfitt að vinna í brekkunum í svona miklum hita og bleitu, stefnum á að opna á morgun kl 15-19, nýjar upplýsingar á morgun kl 12:00, það voru góðir skíðadagar nú um helginna á svæðið og  komu um 400 manns á svæðið föstudag og laugardag. Samstarf við Fab-travel sjá fréttum skíðasvæði Fjallabyggðar á Siglufirði inn á http://siglfirdingur.is/