Annar í páskum 1. apríl

Frábærir páskar að baki.

Klukkan er orðin 16:00 og höfum við lokað í dag og verður lokað á morgun þriðjudaginn 2.apríl en svæðið verður opnað aftur á miðvikudaginn 3. apríl kl 15-19. Frábær páskahátíð að baki en gestir inn á svæðið voru 5 þúsund sem er algjört met í aðsókn yfir páska. Vil ég koma miklu þakklæti til ykkar skíðagestir góðir, þið voru frábær. 


Góðar kveðjur frá okkur öllum. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón lyftudrengir og miðasöludömurnar Kristínu Júlí og Sjöfn Ylfu. 


1. apríl skemmtilegur dagur framundan vegna þess að það verður opið í dag frá kl 10-16 og veðrið er það sama og undanfarna 9 daga logn, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór Búngusvæði og Hálslyftusvæði troðið í nótt en neðri svæðin tvö troðin undir morgun.


Það er sama sagan frábært veður og frábært færi.


Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur.


Velkomin að kveðja páskana í Skarðsdalnum í dag.

Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir, Sigurjón og miðasöludömurnar Kristín Júlía og Sjöfn Ylfa.