Skírdagur 28. mars opið kl 10-16

Tökum tillit til til hvors annars, mig langar að koma á framfæri til snjósleðamann að keyra ekki yfir göngubraut og meðfram göngufólki á Hólssvæði, það er pláss fyrir alla og enginn er að banna neinum að njóta útivistar, verum öll vinir næstu daga.


Frábær skíðadagur að baki en dagurinn í dag var met dagur síðan Valló tók við rekstri skíðasvæðisins fyrir 5 árum en inn á svæðið í dag komu um 1100 manns og er sennilega stærsti dagur á skíðasvæði á Siglufirði fyrr og síðar og enn eru eftir nokkrir góðir dagar.


Gómar mæta á svæðið á morgun kl 13:00 með létta sveiflu.


Veðurspá næstu 4 daga er bara blíða svo nú er um að gera að mæta á svæðið, við strákarnir tökum vel á móti ykkur. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Sigurjón og Birgir og svo má ekki gleyma stúlkunum í miðasölunni Sjöfn Ylfu og Kristínu Júlíu.   


Í dag skírdag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 sama veður blíða og hefur verið síðustu 7 daga, logn, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.


S s frábært veður og frábært færi.


Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur.


TM tryggingar bjóða upp á barnagæslu í dag á milli 12:00-14:00.

Skíðakennsla er í fullum gangi, fjórði hver fær fría kennslu í boði TM trygginga.


Velkomin á skíði í dag

Starfsmenn