Fréttir

Miðvikudaginn 22. janúar opið kl 16-19

Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið er mjög gott austan gola, hiti 4 stig, og sólin komin í dalinn þannig að það er  fyrsti dagur í sólarlummum í skarðinu. Færið er unnið harðfenni og  er búið að brjóta brekkur vel upp, en Búngubakki frá topp og niður í hvilt er ekki troðinn enda í mjög góðu standi. Ja nú er fallegt í dalnum og frábært færi fyrir góða stálkanta. Velkomin í Skarðdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 21. janúar lokað

Lokað í dag opnum á morgun miðvikudaginn 22. janúar kl 16 00 Starfsmenn

Mánudaginn 20. janúar opið frá kl 16-19

Opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 16:00 logn, hiti 4 stig og léttskýjað. Troðnar brekkur verða á Neðstasvæði, T-lyftusvæði og Háls-lyftusvæði, Búngusvæði verður ekki troðið í dag, bakkar þar eru nokkuð góðir. Flott veður og flott færi. Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Sunnudaginn 19. januar opið kl 10 16

Nuna kl 1400 eru bunir að koma um 400 manns i fjallið. Opið i dag fra kl 10 16. Veðrið kl 10:00 logn, hiti 3 stig og lettskyjað. Færið troðinn rakur snjor og harðfenni i bland, troðum ekki Bungubakka hann er nokkuð harður en innrileið er troðinn  Snjór um víða veröld sunnudaginn 19. janúar Byrjendakennsla verður á milli 13-15, leikjabraut við neðstu lyftu, pallar, hólar og fl. Kakó í boði skíðasvæðisins. Bjóðum börnum (17 ára og yngri) frítt í fjallið og frían búnað á sunnudaginn í tilefni WORLD SNOW DAY eða Snjór um víða veröld Velkomin i skardsdalinn

Laugardaginn 18. janúar opið kl 10-16

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:30 vestan gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snór. Skíðakennsla fer fram í dag á milli 13-15, kennsla fer fram í 1/2 tíma lotum einn í einu, panta þarf tíma í síma 893-5059/467-1806 eða mæta á svæðið, verð á 1/2 tíma er kr 2.000.-  Snjór um víða veröld sunnudaginn 19. janúar Byrjendakennsla verður á milli 13-15, leikjabraut við neðstu lyftu, pallar, hólar og fl. Kakó í boði skíðasvæðisins. Bjóðum börnum (17 ára og yngri) frítt í fjallið og frían búnað á sunnudaginn í tilefni WORLD SNOW DAY eða Snjór um víða veröld Velkomin í fjallið

Föstudaginn 17. janúar opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 13:00 austan gola, frostmark og er léttskýjað. Troðinn þurr snjór. Flott færi og nú er orðið bjart og fallegt veður. Búngulyfta opnar á morgun. Skíðakennsla fer fram á morgun laugardaginn á milli 13-15, kennsla fer fram í 1/2 tíma lotum einn í einu, panta þarf tíma í síma 893-5059/467-1806 verð á 1/2 tíma er kr 2.000.- Snjór um víða veröld sunnudaginn 19. janúar Byrjendakennsla verður á milli 13-15, leikjabraut við neðstu lyftu, pallar, hólar og fl. Kakkó í boði skíðasvæðisins. Bjóðum börnum (17 ára og yngri) frítt í fjallið og frían búnað á sunnudaginn í tilefni WORLD SNOW DAY eða Snjór um víða veröld Velkomin í fjallið  Starfsmenn  

Fimmtudaginn 16. janúar opið frá kl 16-19

Búngulyftan er tilbúinn og er nú verið að vinna bakkana þar. Í dag verður opið frá kl 16-19. veðrið kl 17:00 A gola, hiti 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Minni á alþjóða skíðadaginn sem fer fram á sunnudaginn 19. janúar. Byrjendakennsla verður á milli 13-15, skíðabúnaður er gjaldfrjáls fyrir þá sem þurfa á þessum tíma. Frítt í lyftur fyrir 17 ára og yngri. Leikjabraut við neðstu lyftu, pallar, hólar og fl. Kakkó í boði skíðasvæðisins. Skíðakennsla fer fram á laugardaginn 18. janúar kl 13-15 og fer kennsla fram í 1/2 tíma lotum og eru tímapantanir í síma 893-5059/467-1806. Verð fyrir per 1/2 er kr 2.000.- Velkomin í fjallið í dag. Starfsmenn

Miðvikudaginn 15. janúar opið kl 16-19

kl 13:30 það er að birta töluvert hjá okkur og veðrið er en að lagast nú er ENE 4-8m/sek og um frostmark. Sjá hér til hægri veðurstöð hún er komin í lag og er staðsett á T-lyftuhúsi. Í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið kl 12:00 ANA 4-10m/sek, frostmark og er alskýjað, það hefur lægt töluvert síðan kl 08:00 þannig að okkur lýst ágætlega á þetta. Færið er troðinn þurr snjór  Velkomin í fjallið

Þriðjudaginn 14. janúar lokað vegna havssviðris

Í dag verður lokað vegna hvassviðris. Veðrið á svæðinu er ANA 8-16m/sek og hviður 20-25m/sek og verður veðrið svona í dag samkvæmt veðurspá, en það á að lægja á morgun. Nýjar upplýsingar á morgun kl 12:00 Starfsmenn

Manudaginn 13. janúar lokað

Það verður lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 14:30 NNA 8-12m/sek og 16-20m/sek í hviðum og er töluverður skafrenningur á svæðinu. Stefnum á að opna á morgun kl 16-19 Nyjar upplýsingar kl 13:00 á morgun Starfsmenn