Nýr rekstaraðili að skíðasvæðinu

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning milli Valló ehf. og Fjallabyggðar um rekstur íþróttasvæða á Siglufirði.

 

Valló ehf. stefnir að því að efla markaðssetningu skíðasvæðisins og kynna það sem eitt besta skíðasvæði landsins. Opnunartími svæðisins verður einnig rýmri.

 

Valló ehf mun hér eftir stjórna þessari síðu og veita upplýsingar um skíðasvæðið.

 

Gísli Rúnar Gylfason

Íþrótta- og tómstundafulltrúi