Fréttir

Opið í dag sunnudaginn 19. apríl

Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott S-gola, +4c° og léttskýjað, færið er troðinn blautur snjór (vorfæri). Allar lyftur verða í gangi og göngubraut er í Hólsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn.  

Opið í dag laugardaginn 18. apríl

Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, +4c°, alskýjað, færið er ágætt troðinn blautur snjór en færið batnar eftir því sem ofar kemur. Allar lyftur eru í gangi og göngubraut er í Hólsdalnum. Smá fróðleikur, gestir inn á svæðið nú í vetur eru komnir yfir 10500 og opnunar dagar eru 115, um dymbilviku komu 4200 gestir. Takk takk. Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag föstudaginn 17. apríl

Við opnum í dag frá kl 14-19, veðrið er mjög gott logn, +7c° og léttskýjað, færið er blaut á neðstasvæðinu en töluvert betra þegar ofar kemur. Við opnum allar lyftur og göngubraut er í Hólsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn.  

Opið í dag fimmtudaginn 16. apríl

Það verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er S gola, +3-7c°, alskýjað eins og er en er að birta, færið er troðinn blautur snjór. Við opnum allar lyftur og göngubraut er í Hólsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn.    

Opið í dag miðvikudaginn 15.apríl

Góðann dag. Opið verður í dag frá 14 - 19 opnar verða Neðsta-lyfta og T-lyfta. Veður. Skýjað smá él skyggni sæmilegt,logn hiti 3°c brekkur ný troðnar. Velkomin í Skarðið Starfsmenn

Takk takk fyrir komuna í Skarðsdal í dymbilviku.

Það verður lokað á morgun þriðjudaginn 14. apríl, en um leið langar okkur starfsfólkinu að þakka öllum þeim góðu gestu sem heimsóttu okkur nú um dymbilvikuna kærlega fyrir komuna, yfir dymbilvikuna komu 4200 gestir takk takk fyrir komuna. Við opnum á miðvikudaginn 15. apríl kl 14-19, nánari upplýsingar um kl 12:00 á miðvikudaginn. Miklar þakkir frá starfsfólki.

Opið í dag mánudaginn 13. apríl annan í páskum.

Við opnum í dag kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, -2c°, léttskýjað,  færið er troðinn þurr snjór og allar brekkur eru klárar. Allar lyftur verða í gangi og er göngubraut í Hólsdalnum. Það fer hér fram í dag svigmót kl 12:00 í stálmasturbrekku og brettamót við neðstu-lyftu kl 13:00. Fróðleiksmoli dagsins: Lyftur eru búnar að vera opnar í 111 daga frá 2. nóvember. Velkomin á skíði  

Opið í dag 12. apríl páskadag

Góðan daginn og gleðilega páska Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið í fjallinu er mjög gott NA 2-5m/sek, -4c°, alskýjað og smá éljagangur, það er töluvert blint á efrasvæðinu, færið er nýr troðinn snjór og allar brekkur klárar. Við opnum allar lyftur og göngubraut er í Hólsdalnum. Dagskrá dagsins: Við byrjum með Páskaeggjamóti fyrir krakkana kl 13:00 og í framhaldinu líkur ratleiknum hér á skíðasvæðinu. Garpamótið er kl 15:00 og Tyrolastuð á fullu með Tyrolamúsik. (endilega að jóðla) Velkomin á skíði starfsmenn.

Opið í dag laugardaginn 11. apríl

Við opnum í dag frá kl 10-17, veðrið er NA-4-8 m/sek og við erum með -2c° á öllu svæðinu, smá éljagangur og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Bungu-lyftu. Göngubraut er við Hól og inn í Hólsdal. Dagskrá í fjallinu í dag Leikjabraut, Gæsla, Garpamót, Tyrolastuð, (Ratleikur- leikjabraut og garpabraut) og Brettasýning sem fer fram við Hól kl 20:00. Fróðleiksmoli dagsins: Í mars mánuði vorum við með opið í 21 dag og gestir inn á svæðið voru 3400. Velkomin á skíði starfsmenn.   

Opið í dag föstudaginn langa 10. apríl

Við opnum í dag kl 10-16, veðrið norðan gola  hjá okkur en við erum með um 0c° á neðstasvæðinu en -2c° á efrasvæðinu, færið er troðinn þurr snjór. Við opnum Neðstu-lyftu, T-lyftu og Búngu-lyftu. Göngubraut er í Hólsdalnum. Fróðleiksmoli dagsins: Illviðrishnjúkur er um 890 metrar hæðsta fjallið í Skarðsdalnum. Velkomin á skíði starfsmenn.