Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, +4c°, alskýjað, færið er ágætt troðinn blautur snjór en færið batnar eftir því sem ofar kemur.
Allar lyftur eru í gangi og göngubraut er í Hólsdalnum.
Smá fróðleikur, gestir inn á svæðið nú í vetur eru komnir yfir 10500 og opnunar dagar eru 115, um dymbilviku komu 4200 gestir. Takk takk.
Velkomin á skíði starfsmenn.