Opið í dag 12. apríl páskadag

Þetta er lífið.
Þetta er lífið.

Góðan daginn og gleðilega páska

Við verðum með opið í dag frá kl 10-16, veðrið í fjallinu er mjög gott NA 2-5m/sek, -4c°, alskýjað og smá éljagangur, það er töluvert blint á efrasvæðinu, færið er nýr troðinn snjór og allar brekkur klárar. Við opnum allar lyftur og göngubraut er í Hólsdalnum.

Dagskrá dagsins: Við byrjum með Páskaeggjamóti fyrir krakkana kl 13:00 og í framhaldinu líkur ratleiknum hér á skíðasvæðinu. Garpamótið er kl 15:00 og Tyrolastuð á fullu með Tyrolamúsik. (endilega að jóðla)

Velkomin á skíði starfsmenn.