Takk fyrir veturinn skíðagestir góðir

Starfsfólk veturinn 2017
Starfsfólk veturinn 2017
Takk fyrir veturinn skíðagestir góðir, en aðsókn í vetur var um 7000 manns sem er um 2800 færra en í fyrra, enda var veturinn upp og niður. Þess má geta að við vorum númer 3 í röðinni á eftir Bláfjöllum og Hlíðarfjalli með aðsókn. 

Það má bæta við að mikill fjöldi fjallaskíðafólks kom inn á svæðið, sennilega um 500-700 manns og 90% erlendir gestir, enda er dalurinn rómaður af fjallaskíðafólki og nefnir fólk aðgengi sé gott og fjölbreytni í brekkum mjög mikið.

Opnunar dagar voru 79 í vetur á móti 100 dögum í fyrra.


Skíðasvæðið opnar 1. desember en þá verður hvíta gullið komið um allt fjall segir spákona mér.


Hafið það gott í sumar.