Fréttir

Miðvikudaginn 17. apríl opið kl 16-19

Kl 14:00 Það verður opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 14:00 logn, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum þannig að færið er töluvert mjúkt. Ath. það verður eingöngu Neðsta-lyftan opin. Það er lokað eins og er, það er verið að athuga aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu. Nýjar upplýsingar um kl 13:00 Umsjónarmaður

Þriðjudaginn 16. apríl verður lokað

Í dag verður lokað vegna aðstæðna. Það þarf að taka út svæðið með tilliti til snjóflóðahættu, töluverður snjómokstur er upp á svæðið og mikil troðaravinna er framundan á öllu svæðinu. Veðrið kl 10:30 ANA 10-14m/sek, frost 3 stig og alskýjað. Stefnum á að opna á morgun þegar allt verður vonandi klárt. Starfsmenn

Mánudaginn 15. apríl lokað

Í dag verður lokað vegna veðurs og aðstæðna. Veðrið kl 11:30 ANA 8-15m/sek, frost 3 stig og töluverður éljagangur, einnig hefur snjóað mikið á svæðinu og þarf að skoða snjóalög vel áður en opnað er. Veðurspá er mjög góð næstu daga. Nýjar upplýsingar á morgun um kl 10:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 14. apríl lokað vegna veðurs

Í dag verður lokað vegna veðurs. Veðrið kl 11:00 ANA 15-20m/sek, frost 3 stig og töluverð ofankoma. Starfsmenn

Laugardaginn 13. apríl lokað í dag vegna hvassviðris og aðstæðna.

KL 09:30 það verður lokað í dag vegna hvassviðris WSW 6-14m/sek á neðra-svæðinu en WSW 8-18m/sek í efri-hlutanum. Það eru mjög veik snjóalög á svæðinu, það hefur snjóða ca 30-40 cm í nótt og í morgun.  Opnun er í skoðun. Veðrið kl 08:00 SW 4-14m/sek, frost 6 stig og töluverð snjókoma.  Nýjar upplýsingar kl 09:30 Starfsmenn

Föstudaginn 12. apríl opið kl 15-19

Í dag verður opið frá kl 15-19. Veðrið kl 12:30 logn, frost 5 stig, það gengur á með smá éljagangi og svo er heiðskírt á milli. Færið er troðinn nýr snjór og hefur snjóað ca 20-30 cm á síðasta sólahring. Færið er töluvert mjúkt. Flott utanbrautar færi. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 11. apríl opið frá 16-19

kl 15:40 Eingöngu verður opin neðsta-lyftan í dag. Færi og skyggni er ekki gott á T-lyftusvæði, gengur á með dimmum éljum.  Í dag verður opið frá kl 16-19. veðrið kl 15:00 NA 3-7m/sek, frost 8 stig, smá éljagangur af og til. Færið er troðinn nýr snjór, það er töluvert mjúkt færi. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 10. apríl lokað vegna veðurs

Í dag verður lokað vegna hvassviðris. Veðrið kl 13:00 ANA 8-16m/sek, frost 6 stig og töluverður skafrenningur. Staðan verður tekin kl 10:00 í fyrramálið. Starfsmenn

Þriðjudaginn 9. apríl lokað

Í dag verður lokað, opnum aftur á morgun. Nýjar upplýsingar um kl 13:00 Starfsmenn

Mánudaginn 8. apríl opið kl 16-19

í dag verður opið frá kl 16-19. Veðrið kl 13:30 logn, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.  Það er ljómandi veður í dag og færið er mjög gott. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn