Fréttir

Sunnudaginn 7. apríl opið kl 11-16

Kl 14:30 höfum við lokað vegna veðurs SV 4-15m/sek. Opnum á morgunn kl 16-19 Í dag verður opið frá kl 11-16. Veðrið kl 12:00 SV 2-8m/sek, frost 2 stig, smá éljagangur og er skyggnið  erfitt.. Færið er unnið harðfenni. Allar brekkur troðnar í gær. Skíðakennsla hefst í dag kl 11:00. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km. Velkomin á skíði  Starfsmenn

Laugardaginn 6. apríl opið kl 11-16

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 11-16. Veðrið kl 08:00 austan gola, frost 6 stig og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni á Neðstasvæðinu, T-lyftusvæði , Háls-lyftusvæði og innrileið á Búngusvæði en búngubakki er með ca 5-10 cm snólag. Göngubraut verður tilbúinn kl 13:00 á Hólssvæði Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn   

Föstudaginn 5.apríl opið kl 14-19

Ath. Skíðasvæðið verður opið frá kl 11-16 um helginna. Takið fimmtudaginn 11. apríl frá, skíðadagur í Skarðsdalnum í boði Sparisjóðs Siglufjarðar sem  á 140 ára afmæli á þessu ári. Frítt í lyftur og allur skíðabúnaður til staðar í boði Sparisjóðsins. Músík, pylsugrill og bara gleði. Nánari upplýsingar í næstu viku.  Í dag verður opið frá kl 14-19. Veðrið kl 09:30 austan 2-5m/sek, frost 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og heldur snjórinn mjög vel. Flott veður og flott færi. Veðurútlit næstu 3 dag er mjög gott svo nú er um að gera að nýta þessa helgi í góða veðrinu. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 4. apríl opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 14:00 austan gola, hiti 1 stig og alskýjað. Færið er troðinn blautur snjór. Miðað við veðurspá á að létta til þegar líður á daginn og kólna og er útlitið um helginna mjög gott frost og stilla. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 3. apríl opið kl 15-19

Opið í dag miðvikudaginn 3. apríl frá kl 15-19. Veðrið kl 10:40 vestan gola, hiti 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það er troðinn hluti af T-lyftu brekku og öll neðsta brekkan. Hluti af Búngusvæðið og hluti af Hálslyftusvæði. Göngubraut er á Hólssvæði 4 km hringur. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

þriðjudaginn 2. apríl er lokað

Frábærir páskar að baki. Lokað í dag þriðjudaginn 2.apríl, en svæðið verður opnað aftur á miðvikudaginn 3. apríl kl 14-19. Frábær páskahátíð að baki en gestir inn á svæðið voru 5 þúsund sem er algjört met í aðsókn yfir páska.  Vil ég koma miklu þakklæti til ykkar skíðagestir góðir, þið voru frábær.  Opnunar dagar eru komnir í 90 og heildar gesta fjöldi er komin í 16. þúsund. Góðar kveðjur frá okkur öllum. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón lyftudrengir og miðasöludömurnar Kristín Júlí og Sjöfn Ylfa.  Sjáumsr hress í Skarðsdalnum en síðasti opnunar dagur verður sunnudaginn 28. apríl.

Annar í páskum 1. apríl

Frábærir páskar að baki. Klukkan er orðin 16:00 og höfum við lokað í dag og verður lokað á morgun þriðjudaginn 2.apríl en svæðið verður opnað aftur á miðvikudaginn 3. apríl kl 15-19. Frábær páskahátíð að baki en gestir inn á svæðið voru 5 þúsund sem er algjört met í aðsókn yfir páska. Vil ég koma miklu þakklæti til ykkar skíðagestir góðir, þið voru frábær.  Góðar kveðjur frá okkur öllum. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón lyftudrengir og miðasöludömurnar Kristínu Júlí og Sjöfn Ylfu.  1. apríl skemmtilegur dagur framundan vegna þess að það verður opið í dag frá kl 10-16 og veðrið er það sama og undanfarna 9 daga logn, frost 1 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór Búngusvæði og Hálslyftusvæði troðið í nótt en neðri svæðin tvö troðin undir morgun. Það er sama sagan frábært veður og frábært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði 4 km hringur. Velkomin að kveðja páskana í Skarðsdalnum í dag. Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir, Sigurjón og miðasöludömurnar Kristín Júlía og Sjöfn Ylfa.

Páskadagur 31. mars opið kl 10-16. Gleðilega páska

Gleðilega páska. Í dag páskadag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 bara gott SA gola, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Allar brekkur troðnar í nótt. S s frábært veður og enn betra færi, það er ekki hægt að fá betri aðstæður. Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur léttur og góður. Páskaeggjarennsli við neðstu-lyftu fyrir 10 ára og yngri fer fram kl 13:00, allir sem taka þátt fá lítið páskaegg þegar rennsli er lokið. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

Laugardagurinn 30. mars opið kl 10-16

KL 16:00 frábær dagur að baki, um 1000 manns komu í fjallið í dag og allt gékk mjög vel. Takk kærlega fyrir daginn skíðagestir góðir, sama veðurblíða á morgun, sjáumst hress á morgun. Strákarnir í fjallinu Egill, Óðinn, Kári, Björn, Birgir og Sigurjón og miðasölu-daman hún Kristín Júlía taka vel á móti ykkur á morgun. Ath. það er orðið lítið eftir af skíðabúnaði til leigu. Örfá skíði og brettir. Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:20 austan gola, frost 5 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 10-20 cm í brekkur. S s frábært veður og frábært færi. Göngubraut tilbúinn á Hólssvæði kl 12:00 Lifandi tónlist við Skíðaskálan !! Gómar!! Í gær komu um 1200 manns inn á svæðið. Velkomin á skíð í dag Starfsmenn

Föstudagurinn langi 29. mars opið kl 10-16

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 sama veður blíðan áfram WSW 2-6m/sek, hiti 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, allar brekkur troðnar í nótt. Göngubraut á Hólssvæði 4 km hringur. Barnagæsla í frá kl 12:00-14:00 í boði TM-trygginga. Í umsjón Smástráka. Þessir styrkja skíðasvæðið TM-tryggingar, Réttingaverkstæði Jóa, Skeljungur, Sparisjóðurinn, Bás verktakar og Bifreiðaverkstæði Jónasar. Leikjabraut við Neðstu-lyftu fyrir þau yngstu. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn