Fréttir

Miðvikudaginn 10. nóvember opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, færið er nýr troðinn snjór, mjög gott færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, veður NA 4-7m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Mánudaginn 8. nóvember lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag mánudaginn 8. nóvember og þriðjudaginn 9. nóvember, opnum aftur miðvikudaginn 10. nóvember. Nánari upplýsingar kl 12:00 á miðvikudaginn Starfsfólk

Sunnudaginn 7. nóvember opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, færið er troðinn nýr snjór, mjög gott færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu. Ps í dag er gjald í lyftur samkvæmt verðskrá, en því miður er enginn posi á staðnum. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 6. nóvember opið

Fyrsti dagur í opnun á þessum vetri er orðið að veruleika, það er að koma í ljós að þær framvæmdir sem við gerðum nú í haust eru að skila sér, sérstaklega á Neðstasvæðinu, öllum gestum er boðið frítt  í lyftur og veitingar í boði skíðasvæðisins í dag. Við opnum svæðið kl 11:00-16:00 í dag, erum að vinna í öðrum svæðum, Óðinn og Kári sjá um fjörið. Sjáumst hress í dag. Starfsmenn    

Skíðasvæðið opnar á laugardaginn 6. nóvember

Skíðasvæðið verður opnað laugardaginn 6. nóvember og opnum við eingöngu Neðstu-lyftu og er frítt í lyftunna þennan dag og verður boðið upp á veitingar. Nánari upplýsingar á morgun um kl 12:00 Starfsmenn  

Nú líður að opnun þetta haustið

Fyrsti  opnunar dagur verður vonandi næsta laugardag 9. nóvember ef snjóalög og veður leyfir, það hefur snjóða hjá okkur töluvert þannig að þetta lítur nokkuð vel út. Nánari upplýsingar á fimmtudaginn. Sjáumst hress í vetur Starfsmenn    

Allt að gerast

Nú þegar haustið er komið kemur að því að skíðasvæðið í Skarðsdal  opnar og er stefnt  á að opna fyrstu daganna í nóvember og vera með opið til loka apríl á næsta ári. Jarðvegsvinna stendur yfir á öllu svæðinu og er lokið við vinnu á Búngusvæði  þar sem lyftusporið var lagfært og grjóthreinsun og á T-svæðinu var lyftuspor lagfært en jarðvegsvinna stendur  nú yfir  á Neðstasvæðinu og í framhaldinu verður unnið við uppsetningu á  snjógirðingum og nú er vonandi að  við þurfum ekki eins mikinn snjó til að starta svæðinu. Valló ehf sem rekur skíðasvæðið í Skarsdal á Siglufirði hefur tekið þá ákvörðun að bjóða öllum grunnskólabörnum í  1 og 2 bekk frítt í lyftur í vetur og öðrum grunnskólabörnum í Fjallabyggð Vetrarkort á kr. 3.000.- og öllum framhaldsskólakrökkum í  Menntaskóla Tröllaskaga og öðrum krökkum frá  Fjallabyggð  sem eru í framhaldsskólum Vetrarkort á kr. 5.000.- Vetrarkort gilda frá opnun að hausti 2010 til vors 2011. Rekstraaðili skíðasvæðisins gerir ráð fyrir því mörg börn í Fjallabyggð  nýti sér þetta tilboð og nýti svæðið sér  til skemmtunar og yndisauka og að sjálfsögðu skíðafélögin bæði  til æfinga og keppni á komandi vetri  og  verður gaman að sjá þegar  krakkar bæði úr austurbænum og vesturbænum koma   í  Skarðsdalinn,  svona  til gamans var svæðið opið í 100 daga og gestir rúmlega 10 þúsund á síðasta vetri og er spennandi að sjá hvað Héðinsfjarðargöng gera fyrir svæðið, nú þegar eru hópar búnir að boða koma sína á komandi vetri.  Sjáumst hress í vetur. Heimasíða svæðisins er: skard.fjallabyggd.is   Egill Rögnvaldsson  umsjónarmaður.          

Unnið við jarðvegsvinnu og viðhald á lyftum

Allt verður vera tilbúið fyrir veturinn  Jarðvegsvinna stendur yfir á öllu svæðinu og viðhald á lyftum, búið er að lagfæra lyftuspor í Búngu-lyftu  svo nú á enginn að fara á loft á milli 3 og 4 mastur og 6 og 7 mastur og nú er unnið við lyftuspor í T-lyftu og við að slétta allt neðstasvæðið, þetta á að gera það að verkum að við getum opnað svæðið á mun minni snjó en hefur verið, enda stefnum við á að vera tilbúnir fyrstu daganna í nóvember. Sjáumst hress Starfsmenn

Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði

Skíðasvæðið á Siglufirði er að verða mjög góður kostur fyrir alla skíðamennsku fjallaskíðun, brettaskíðun og að sjálfsögðu alpagreinar, nú er ný lokið fundi Samtaka Skíðasvæða sem var haldinn á Húsavík þar sem vetratímabilið er gert upp, skíðasvæðið á Siglufirði er á mjög góðri siglingu, fjöldi gesta var yfir 10 þúsund og opnunardagar voru 97 og heimsóknir á heimasíðu í vetur voru um 19 þúsund og það liggur fyrir að þegar Héðinsfjarðargöng opna mun gesta fjöldinn margfaldast og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim góðu gestum sem heimsótu okkur nú í vetur og sjáumst hress í haust eða 1. nóvember. Starfsfólk skíðasvæðisins á Siglufirði

Sunnudaginn 2. maí opið

Jæja nú er komið að því að skíða á síðasta opnunardegi þessa vors svo nú er um að gera að drífa sig á skíði og nota brekkurnar, við opnum kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, hiti um 4 stig og léttskýjað. Starfsfólk skíðasvæðisins vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa heimsótt okkur nú í vetur og sjáumst hress næsta haust, stefnum á að opna fyrstu daganna í nóvember.