Fréttir

Laugardaginn 1. maí opið

Skíðasvæðið verður opið frá kl 10-16, veðrið á svæðinun er SV-5-7m/sek, um frostmark og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og eru brekkur ágætlega þéttar og góðar, nú er um að gera nýta þennan dag, þetta er næst síðasti dagur sem opið er á þessum vetri. Velkomin í fjallið starfsfólk

Föstudaginn 30. apríl opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er mjög gott NA-gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór, við opnum allar lyftur. Velkomin í fjallið starfsfólk

Fimmtudaginn 29. apríl opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-18, veðrið er NA-gola, um frostmark og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftur, nú er um að gera að nýta þá daga sem eftir eru, við lokum eftir 2. maí. Föstudaginn 30/4 verður opið frá kl 14-19 Laugardaginn 1/5 verður opið frá kl 10-16 Sunnudaginn 2/5 verður opið frá kl 10-16 Velkomin í fjallið starfsfólk  

Miðvikudaginn 28. apríl verður lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag en við opnum á morgun fimmtudaginn 29. apríl kl 15-19, nánari upplýsingar um kl 12:00 á morgun. Um helginna verða hér í heimsókn tveir stórir hópar á skíðum og verður haldin brettahátíð og nú er um að gera  nota síðustu opnunardagana í fjallinu. Starfsfólk

Þriðjudaginn 27. apríl lokað

Við stefnum á það að opna á morgun miðvikudaginn 28. apríl kl 16-19 og opnum eingöngu Neðstu-lyftu og T-lyftu. Nánari upplýsingar um kl 13:00 á morgun Starfsmenn

Mánudaginn-Miðvikudaginn lokað

Skíðasvæðið verður lokað frá mánudeginum 26. apríl til miðvikudagsins 28. apríl en við opnu aftur á fimmtudaginn 27. apríl og síðasta opnunar helgin er 30. apríl til 2. maí sem er síðasti opnunardagur á þessu tímabili. Um næstu helgi er brettahátíð sem Íslenska brettafélagið heldur hér í fjallinu. Starfsfólk

Sunnudaginn 25. apríl opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið er mjög gott A-gola, frost um 3 stig og heiðskírt, færið er frábært troðinn þurr snjór, síðasti opnunardagur er 2. maí og um næstu helgi verður hér mikið brettafjör í fjallinu. Skíðasvæðið verður lokað frá mánudeginum 26. apríl til fimmtudagsins 29. apríl en við verðum með opið um næstu helgi. Starfsfólk

Laugardaginn 24. apríl opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11:00-16:00, veðrið er frábært logn, frost 2 stig og heiðskírt, færið er eins og silki allar brekkur troðnar, göngubraut tilbúinn á Hólssvæði. Í fjallinu í gær voru um 200 manns að skíða og stór hópur frá starfsmannafélagi Sparisjóðs Siglufjarðar um 80 manns og skemmtu sér mjög vel og enduðu daginn á grillveislu, takk fyrir komuna sjáumast hress aftur sem fyrst. Velkomin í fjallið starfsfólk

Föstudaginn 23. apríl opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið er mjög gott S-gola, frost 3 stig og heiðskírt, færið er frábært troðinn þurr snjór, göngubraut tilbúinn á Hólssvæði, nú er um að gera að drífa sig á skíði nú fer hver að verða síðastur að nýta brekkurnar á þessu tímabili síðasti opnunardagur er 2. maí Velkomin á skíði starfsmenn  

Fimmtudaginn 22. apríl sumardaginn fyrsta opið

Gleðilegt sumar sól og logn á Sigló Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11 -16, veður og færi er frábært, logn, frost 5 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og allar brekkur klárar, göngubraut tilbúinn að Hóli. Velkomin á skíði starfsfólk