Fréttir

Föstudaginn 19. mars lokað í dag v/veðurs

Það verður lokað í dag vegna veðurs, það er NA 10-12m/sek og meira í hviðum, töluverður éljagangur og skafrenningur er á svæðinu, nýjar fréttir um kl 08:00 á morgun. Það lítur vel út með veður næstu 2 daga, spáin er austlæg átt. Kepppni fór fram í göngu í dag á UMÍ með heðbundinni aðferð sunnan við Skógræktina og gekk mjög vel. Á morgun verður keppt í stórsvigi og göngu með frjáls aðferð. Ps. það er nægt pláss fyrir alla til að skíða og nægur snjór. Starfsmenn  

Enginn titill

Fimmtudaginn 18. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 10:00 logn,  um frostmark og það er að létta til, færið er troðinn nýr snjór, við setjum í gang kl 13:00 Neðstu-lyftu og T-lyftu, og vonandi getum við sett Búngu-lyftu í gang kl 15:00. Það verður farið að vinna í göngubraut í Skarðsdalsbotni um kl 15:00 Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 17. mars lokað í dag v/veðurs

Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs veðrið er ekki gott ANA 10-16m/sek og meira í hviðum. Við stefnum á að opna á morgun kl 13:00 og þá opnum við fyrst til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu og um kl 15.00 Búngusvæðið. Nýjar upplýsingar um kl 15:30. Velkomin í fjallið starfsmenn

Þriðjudaginn 16. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið er logn, hiti um 2 stig og alskýjað, færið er ágætt það hefur harnað aðeins það var frost í nótt, við keyrum eingöngu Neðstu-lyftu og T-lyftu. Það er verið að vinna Búngusvæði og gera það klárt fyrir næstu dag, nægur snjór á svæðinu. Unglingameistarmótið mun fara hér fram um næstu helgi. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Mánudaginn 15. mars lokað v/veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, á svæðinu núna kl 12:00 er SV 8-10m/sek og meira í hviðum og töluverð úrkoma bæði slydda og éljagangur á Búngusvæði. Nýjar fréttir á morgun um kl 12.00 Starfsmenn  

Sunnudaginn 14. mars

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er logn, frost 1 stig, smá élgagangur og alskýjað, ábending það er töluverð blinda, færið er troðinn nýr snjór, allar lyftur keyrðar, nú er um að gera að drífa sig á skíði og njóta dagsins. Velkomin í fjallið starfsmenn  

Laugardaginn 13. mars opið

Skíðasvæðið opnar kl 10-16, veðrið logn, frost 2 stig, alskýjað og smá éljagangur, færið er troðinn rakur og þurr snjór í bland gott færi fyrir alla, við keyrum allar lyftur. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Föstudaginn 12. mars lokað v/hvassviðris SV 10-15m/sek

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris, það er SV 10-12m/sek og hviður upp í 20 m/sek, við opnum á morgun kl 10-16, nýjar upplýsingar á morgun laugardaginn 13. mars kl 09:00, veðurútlit um helginna er ágætt. Starfsfólk 

Fimmtudaginn 11. mars lokað v/veðurs

Skíðasvæðið verður lokað vegna veðurs í dag það er SV-8-10m/sek og fer upp í 15-17m/sek í hviðum, það er verið að vinna allt svæði í dag og fram á kvöld og verður opið á morgun 12. mars frá  kl 14-19, nánari upplýsingar kl 10 í fyrramáli. Starfsfólk