Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði

Brettasnillingur á Búngutopp
Brettasnillingur á Búngutopp

Skíðasvæðið á Siglufirði er að verða mjög góður kostur fyrir alla skíðamennsku fjallaskíðun, brettaskíðun og að sjálfsögðu alpagreinar, nú er ný lokið fundi Samtaka Skíðasvæða sem var haldinn á Húsavík þar sem vetratímabilið er gert upp, skíðasvæðið á Siglufirði er á mjög góðri siglingu, fjöldi gesta var yfir 10 þúsund og opnunardagar voru 97 og heimsóknir á heimasíðu í vetur voru um 19 þúsund og það liggur fyrir að þegar Héðinsfjarðargöng opna mun gesta fjöldinn margfaldast og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim góðu gestum sem heimsótu okkur nú í vetur og sjáumst hress í haust eða 1. nóvember.

Starfsfólk skíðasvæðisins á Siglufirði