Fréttir

Myndir

Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri tók tæplega 500 myndir um helgina, stór hluti af þeim er af skíðasvæðinu. sjá hér: http://picasaweb.google.com/siglufjordur01/SkAsvISiglufirIOFl

Sunnudagur 16 mars.

Opnað verður kl 11.  allar lyftur eru klárar frábært færi og veður komið og njótið útiverunar í góða veðrinu. Einnig er komin gönguhringur við Hól nú geta allir sprett úr spori,allir á skíði.

Nýr snjótroðari tekinn í notkun í Skarðsdal

Í gær bættist heldur betur við vélakost skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði. Troðari að gerðinni PistenBully 300W var tekinn í notkun. Troðarinn kemur á mjög heppilegum tíma þar sem mikið hefur snjóað síðustu daga og páskarnir framundan.

Laugardagurinn 15. mars.

Þá er komið veðrið til að vera á skíðum. Frábært færi gott og veður, hvað er hægt að hafa það betra. Við opnum kl 11 til 17. Neðsta og T eru klárar. Það er þónokkuð ísing á búnguni en hún verður vonandi klár um hádegið, verið velkominn á skíði.

Föstudagurinn. 14.mars.

Jæja þá er lokksins farið að byrta komið gott veður, það hefur bætt mikið á snjóinn en það er búið að troða neðstu og T lyftu og verða þær lyftur opnaðar kl 4. Hvetjum alla til að láta sjá sig á skíðum þar sem veðurspá er mjög góðfyrir helgina

Miðvikudagur 13. mars

Hér uppfrá er norðaustan hríð það hefur bætt á um 30cm snjólag og verður þar af leiðandi lokað í dag. Vonum að spáin standist fyrir morgundaginn og helgina ,en þar segir að það eigi að létta til á morgun og gott um helgina.

Myndir

Við tókum nokkrar myndir í dag upp í Skarði. Sjá undir myndir hér að ofan.

Þriðjudagurinn 11. mars

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl. 16-19. Gönguhringur við Hól er klár. Veðrið hérna er mjög gott, sól, logn og 4 stiga frost. Færi er mjög gott. Allir velkomnir á skíði.

Mánudagurinn 10. mars - OPIÐ í dag

Skíðasvæðið verður Opið í dag vegna þess hversu gott veður er. Einnig er mjög gott skíðafæri. Nú er að nýta þetta frábæra veður og skella sér á Skíði Einnig er búið að ákveða opnunartíma um páskana, eins og sést hér að ofan. Nánari dagskrá í fjallinu verður auglýst von bráðar.

Sunnudagurinn. 9 mars.

Opnað verður kl. 11 hér uppfrá er frekar takmarkað skigni eins og er , hálfgerð þoka, vonumst að birti eftir hádegi, gönguhringur hefur verið lagður við Hól.