Fréttir

Laugardagurinn 8 mars.

Búið er að opna neðstu og T lyftu, gott færi og logn. Bungulyfta er klár að öðruleyti en því að þoka er uppi og vonumst við að birti eftir hádegi, verið velkominn á skiði. Einnig er búið að leggja gönguhring  við Hól.

Föstudagurinn 7. mars.

Búið að opna neðstu og T lyftur gott færi gott veður, einnig hefur verið lagður gönguhringur við Hól. Notfærið ykkur veðrið og skellið ykkur á skiði.

Fimmtudagur 6 mars.

Þetta er skrifað kl.2 þá er gottveður hér uppfrá hiti um frostmark sunnan gola færi gott aðeins blint, stefnt er að opna neðstu og T lyftur kl. 16 til 19. Einnig hefur verið lagður gönguhringur við Hól.

Miðvikudagur 5. mars.

Lokað í dag vegna veðurs,norðaustan strekkingur og snjókoma.

Þriðjudagurinn 4 mars.

Lyftur verða opnaðar kl 16. neðsta og T lyftur, hér uppi er hiti um frostmark og snjókoma  en logn,verið velkominn á skíði

Sunnudagur 2 mars.

Loksins komið veður til að hafa opið, neðsta og T lyftur verða klárar kl 11 búngulyfta vonandi eitthvað síðar, eigum við alveg eftir að troða búnguna,hér er nægur snjór, gott færi og gott veður bjóðum alla velkomna á skíði

Laugardagurinn 1.mars.

Því miður hefur verið hvast og skafrenningur, bæði seinnipartinn í gær og einnig í dag og er því ekki hægt að hafa opið

Fimmtudagurinn 28 febrúar

Nú hefur snjóað þó nokkuð á svæðinu og erum að vinna þann snjó niður og gera brautir pakkaðar og góðar, munum við opna svæðið með neðstu og T lyftu klukkan  16 til 19. verið velkominn á skíði í gott færi og gott veður , eins og lítur út fyrir í dag.

Mánudagur 25 febrúar

Verið er að vinna svæðið eftir úrkomuna í gær, og vonumst til að fá meiri snjó á svæðið í dag og nótt, verður því lokað í dag.

Sunnudagur 24 febrúar

skíðasvæðið opnar kl. 11. til 17. í dag vonumst til að geta haft allar lyftur í gangi í dag eins og í gær, veður er aðeins suðv. kaldi frost 5. stig