27.03.2008			
	
	Opið í dag frá 16 til 19. neðsta og T lyftur eru opnar, það er 5 stiga frost bjart og aðeins norðaustan kaldi, frábært færi er í
fjallinu, gönguhringur er við Hól njótið útiveru meðan veður leyfir.
 
	
		
		
			
					26.03.2008			
	
	Opnað verður kl 16 til 19 neðsta og T lyftur verða opnaðar, það er mjög gott færi frekar bjart yfir aðeins austan kaldi en aðeins  2 stiga frost.
Verið velkomin á skíði.
 
	
		
		
			
					25.03.2008			
	
	Lokað verður í dag, opnað verður kl 4. miðvikudag.
 
	
		
		
			
					24.03.2008			
	
	Búið er að opna allar lyftur, það er frekar blint eins og er, en að öðruleyti gott færi, Við viljum þakka öllum þeim er
heimsóttu okkur um páskana fyrir komuna og vonum að þeir hafi notið dvalarinnar á skíðasvæðinu um helgina. Um leið og við
bjóðum alla velkomna á skíðasvæðið í framtíðinni.
                                                             
k.v. starfsmenn skíðasvæðis.
 
	
		
		
			
					23.03.2008			
	
	Gleðilega páska, hér uppfrá er frost um 5 stig logn og gott veður, frábært skíða færi, allar lyftur verða opnaðar kl. 10 til 17.
Bjóðum alla velkomna á skíði,gönguhringur er við Hól.
 
	
		
		
			
					22.03.2008			
	
	Búið er að opna allar lyftur, það er gott veður og gott veður frábært færi,gönguhringur við Hól .
 
	
		
		
			
					21.03.2008			
	
	Hér uppfrá er hiti rétt um frostmark hægur vindur gott færi neðsta lyftan og T lyftan opna kl 10, en búngulyftan verður aðeins seinna til eða
um kl 12, gönguhringur verður vonandi til um kl 1. komið og njótið útiveru á skíðum.
 
	
		
		
			
					20.03.2008			
	
	Því miður verður lokað í dag vegna veðurs, sem er skollið á hér, það á að ligna og birta í nótt og vonumst
við því til að sjá sem flesta á skíðum á morgun.
 
	
		
		
			
					19.03.2008			
	
	Það er opið í dag frá 14-18. Sv. 8-10 m/s og frekar blautur snjór. Verið velkomin á skíði.
 
	
		
		
			
					17.03.2008			
	
	Það er opið frá 14 til 18 í dag. Það er frekar mikil blinda eins og er. Vonumst til að  skyggnið lagist þegar lýður
á daginn, að öðru leyti er gott færi og veður. Verið velkomin á skíði.