Nýr snjótroðari tekinn í notkun í Skarðsdal

Í gær bættist heldur betur við vélakost skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði. Troðari að gerðinni PistenBully 300W var tekinn í notkun. Troðarinn kemur á mjög heppilegum tíma þar sem mikið hefur snjóað síðustu daga og páskarnir framundan.