Fréttir

Föstudaginn 16. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 16:00 ASA 2-10m/sek, frostmark og heiðskírt. Það er að lægja og birta til á svæðinu. Færið er troðinn þurr snjór. 5 brekkur klárar, æfintýraleið, hólabrautir og bobbbraut tilbúnar. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 3 km, hringur fyrir alla. Laugardaginn og sunnudaginn nú um helgina verður mjög gott veður. Velkomin á skíði í dag.

Fimmtudaginn 15. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er og verður austan 5-10m/sek, frostmark en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Byrjum á að opna 2 lyftur og mögulega opnum við Búngulyftu en þar er mikil vinna á því svæði eftir rokið í gær. Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 14:00 3 km hringur Velkomin á skíði

Miðvikudaginn 14. febrúar lokað/closed

Svona til upplýsinga þá fer lognið nokkuð hratt yfir núna 40,2m/sek kl 15:15 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Lognið fer heldur hratt í dag. Veðurútlit þegar þessum degi sleppir er gott. Það hefur snjóað aðeins á svæðinu og erum við að vinna úr því og líta brekkur mjög vel út. Í vetrarfríinu borgar sig að koma í Fjallabyggð, skíði, sund og veitingar, gisting á heimsmælikvarða.  Velkomin í Fjallabyggð

Þriðjudaginn 13. febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris, veðrið kl 15:00 ANA 5-25m/sek, hiti 2 stig en léttskýjað.   Nú fer vonandi þessi veðurkafli að taka enda. Veðurkortin líta ljómandi vel út frá næsta fimmtudegi og vel fram í næstu viku. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Mánudaginn 12. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 11:00 er WSW 5-12m/sek, frost 4 stig og léttskýjað en það á að lægja og létta til þegar líður á daginn. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur skafið aðeins nýjan snjó í brautir. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 2 km hringur. Velkomin á skíði

Sunnudaginn 11. febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris, því miður lægir ekki vind fyrr en líður á daginn. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Laugardaginn 10. febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna veðurs og tökum við glöð á móti snjónum sem vonandi kemur í dag.  Morgundagurinn lítur mjög vel út og opið verður frá kl 12:00-16:00 Nýjar upplýsingar kl 09:00 í fyrramáli.

Föstudaginn 9. febrúar opið/open 16-19

Opið í dag frá kl 16-19, veðrið er SW 2-18m/sek en vonandi lægir þegar líður á daginn, frost 2 stig og léttskýjað.  Færið er troðinn þurr snjór Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 8. febrúar opið/open 13-19

Opið dag frá kl 13-19, veðrið kl 15:30 WSW 8-12m/sek en á að lægja þegar líður á daginn, frost 5 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 3 km hringur. Velkomin á skíði

Miðvikudaginn 7. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 17:00 WNW 2-15m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóað aðeins í nótt. Göngubraut tilbúin á Hólssvæði kl 15:00 3 km hringur.  !!Vantar skíðakennara á skíðasvæðið!!