Fréttir

Sunnudaginn 26. nóvember opið/open

Opið verður í dag frá kl 11-15, veðrið kl 08:30 austan gola, frost 8 stig og heiðskírt. Færið er troðinn harðpakkaður snjór. Farið varlega utan við troðnar brautir, þar er ekki mikill snjór. Velkomin í fjallið á þessum fallega degi. Starfsmenn

Kortasalan er í fullum gangi

Opnum á morgun kl 11-15 tvær lyftur

Laugardaginn 25 nóvember lokað/closed

Það verður lokað í dag, það þarf að vinnan töluvert á svæðinu svo að við getum opnað. Opnum á morgun sunnudaginn 26 nóv kl 11-15 Sjáumst hress Starfsmenn

Vetrarkortasala í fullum gangi

Það verður lokað í vikunni og nú mun snjóa töluvert hjá okkur næstu daga og fögnum við því.  Veðurstöðin er úti og er verið að vinna í því að koma henni í lag.     Opnum næst, helginna 25-26 nóvember. Forsala vetrarkorta stendur til 3. desember Minni á forsölu vetrarkorta í Aðalbakaríi og einnig hægt að leggja inn á reikning 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun í tp skard@simnet.is Kort fullorðins kr 18.000.- Kort barna 9-17 ára kr 7.000.- Kost framhalds-háskólanemar kr 11.000.- Norðurlandskortið fylgir öllum vetrarkortum Starfsmenn

Laugardaginn 18. nóvember opið kl 12-15

Það verður opið í dag frá kl 12-15. Neðstalyfta verður opin eingöngu. Snjór á svæðinu er um 30-40 sm silkimjúkur. Veðrið kl 11:30 er SSA gola, frost 3 stig og éljagangur. Velkomin í fjallið á fyrsta opnunardag og er frítt í fjallið. Koma nú og leika sér. Það er mjög flott fjallaskíðafæri í dalnum, ný fönnin um allt. Minni á vetrarkortasölunna bezta tilboðið í bænum Starfsmenn

Forsala vetrarkorta

Forsala vetrarkorta hefst 20. nóv og stendur til 3. des. Kortin verða til sölu í Aðalbakaríinu og einnig er hægt að leggja inn á reikning  348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun í tp skard@simnet.is Kort fullorðins 18 ára og eldri kr 18.000.- Kort barna        9-17 ára        kr  7.000.- Kort barna 8 ára og yngri       kr  1.000.-  eingöngu hart kort Kort framhaldsskólanema       kr 11.000.- Kort háskólanema                  kr 11.000.- Munið eftir hörðu kortunum við fyllum á þau í Skarðsdalnum Stefnum á að opna á morgun kl 12-15 Starfsmenn

Nýr troðari 600 K Pisten Bully Polar m/spili

Nýr snjótroðari tekinn í notkun í dag. Hann er af gerðinni Pisten Bully 600 m/spili og eru við nú með tvo troðra á svæðinu 600 PB og 300 PB m/spili svo að vonandi verða brekkurnar en betri. Nýjar fréttir á morgun

Opnum mögulega 1 lyftu

       Opnum mögulega 1 lyftu næsta laugardag frá kl 11-15.                               !!frítt fyrir alla!!                       Skíði-þotur-bretti-sleðar, allir velkomnir                                                            Fylgist með okkur hér og á facebook

22 dagar í opnun

Skíðasvæðið verður opnað 1. desember. !!!!Það verður ofurtilboð á vetrarkortum frá 20. nóv til 3. des.!!!! Fylgist með í næstu viku!!!!!! Fjallamenn

Skíðasvæðið opnar 1. des

Skíðasvæðið opnar 1. desember. Engin hækkun á lyftumiðum og vetrarkortum, sama verð og á síðasta timabili. Vetrarkort barna 9-17 ára kr 10.000.- 18 ára og eldri kr 25.000.- Framhalds og háskólakort kr 15.000.- Tilboð verð á vetrarkortum í nóvember, auglýst síðar.  Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veg 1200 metra langan og verða gerð stór og góð bílastæði og vonandi á næsta ári rís nýr skáli,  neðstalyftan  mun færast og liggja frá nýjum skála og upp á Súlur og vonandi kemur töfrateppi í fjallið  sem verður einnig út frá nýjum skála og má nú segja að miklar framkvæmdir séu hafnar til hins betra fyrir alla gesti. Sjáumst hress í Skarðsdalnum