Fréttir

Sunnudaginn 8. janúar lokað í dag

Kl 11:30 Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hita og mikilar rigningar. Opnum á morgun mánudaginn 9. janúar kl 14:00-19:00 Nýjar upplýsingar kl 12:30 á morgun Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 10:00  austan 3-8m/sek, hiti 5 stig og lítisháttar rigning, færið er mjög gott. SNJÓR UM VÍÐA VERÖLD -  komum börnunum í snjóinn  -  sunnudagurinn 22. janúar 2012   Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi „World Snow Day“ þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því augnamiði að hvetja börn til skíðaiðkunar.  Dagurinn er hluti hvatningarátaks FIS „Bring children to the snow“ sem staðið hefur frá árinu 2007. Stjórn Skíðasambands Íslands  hefur ákveðið að svara kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíðasvæðanna.  Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja fjöllin. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivstar í  hreinleika fjallanna.  Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaganna, skíðasvæðanna og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12 ára og yngri ókeypis á skíði þennan dag. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 7. janúar opið kl 11-16

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 11-16, veðrið kl 08:30 NA 3-6m/sek, frost 1 stig og en éljagangur, færið er troðinn nýr snjór, snjórinn er örlítið rakur á Neðstasvæðinu en er orðinn þurr á T-lyftusvæði og Búngusvæði. Veðurútlit er mjög gott fyrir daginn sjá hér: http://www.belgingur.is/ Velkomin í fjallið starfsfólk SNJÓR UM VÍÐA VERÖLD -  komum börnunum í snjóinn  -  sunnudagurinn 22. janúar 2012   Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi „World Snow Day“ þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því augnamiði að hvetja börn til skíðaiðkunar.  Dagurinn er hluti hvatningarátaks FIS „Bring children to the snow“ sem staðið hefur frá árinu 2007. Stjórn Skíðasambands Íslands  hefur ákveðið að svara kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíðasvæðanna.  Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja fjöllin. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivstar í  hreinleika fjallanna.  Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaganna, skíðasvæðanna og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12 ára og yngri ókeypis á skíði þennan dag.    

Föstudaginn 6. janúar Þrettándinn opið kl 14-18

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið kl 12:00 austan gola, hiti 3 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór og er töluvert mjúkt en gott færi fyrir alla. Veðurspá: Suðaustlæg átt, 3-8 og skúrir eða slydduél, en norðaustlæg átt á morgun og stöku él. Hiti 0 til 4 stig, en kringum frostmark á morgun. Spá gerð: 06.01.2012 11:26. Gildir til: 08.01.2012 00:00. Ath það er opið frá kl 14-18 í dag og eftir lokun þá geta allir tekið þátt í þrettándagleðinni sem hefst kl 18:00 með skrúðgöngu, Blysför frá Ráðhústorgi að brennu. Við opnum til að byrja með Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið en vonandi getum við opnað Búngusvæðið en þar hefur snjóða töluvert undanfarið og er mikil vinna við troðslu þar. Velkomin í fjallið starfsmenn

Fimmtudaginn 5. janúar opið kl 16-20

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-20, veðrið kl 13:00 SA gola mjög gott veður, frost 2 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór það hefur snjóað ca 25-50 cm á svæðinu svo að færið er töluvert mjúkt. Sjá hér að ofan hvaða svæði og brekkur eru opnar í dag. Velkomin í fjallið starfsmenn  

Miðvikudagur 4 . janúar opið kl 16-20

Í dag miðvikudaginn 4. janúar verður skíðasvæðið opið frá kl 16-20, veðrið kl 13:00 NA gola, frost 5 stig og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 25-50 cm í brekkurnar þannig að færið er mjúkt, gott færi fyrir alla skíðun, mjúkt að detta. Sjá hér að ofan hvaða svæði og brekkur eru opnar í dag. Velkomin í fjallið starfsmenn

Mánudaginn 2. janúar opið kl 14-19

Gleðilegt ár og takk fyrir allt á árinu 2011. Það verður lokað á þriðjudaginn 3. janúar en svæðið opnar aftur á miðvikudaginn 4. janúar kl 16-20 Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 11:00 logn, frost 4 stig, éljagangur og er töluvert blint en aðstæður lagast mikið þegar ljósin eru kveikt , færið er troðinn nýr snjór. Stefnum á að opna Búngusvæðið kl 16:00 Sjá hér að ofan hvaða svæði og brekkur eru opnar. Velkomin í fjallið starfsmenn