Föstudaginn 6. janúar Þrettándinn opið kl 14-18

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-18, veðrið kl 12:00 austan gola, hiti 3 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór og er töluvert mjúkt en gott færi fyrir alla.

Veðurspá:

Suðaustlæg átt, 3-8 og skúrir eða slydduél, en norðaustlæg átt á morgun og stöku él. Hiti 0 til 4 stig, en kringum frostmark á morgun.
Spá gerð: 06.01.2012 11:26. Gildir til: 08.01.2012 00:00.

Ath það er opið frá kl 14-18 í dag og eftir lokun þá geta allir tekið þátt í þrettándagleðinni sem hefst kl 18:00 með skrúðgöngu, Blysför frá Ráðhústorgi að brennu.

Við opnum til að byrja með Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið en vonandi getum við opnað Búngusvæðið en þar hefur snjóða töluvert undanfarið og er mikil vinna við troðslu þar.

Velkomin í fjallið starfsmenn