Fréttir

Laugardaginn 9. febrúar opið kl 10-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16. Enn einn góður dagur, dagur nr 55 í vetur, veðrið kl 13:50 logn, hiti 6-8 stig, léttskýjað og er allur að létta til. Færið er troðinn þurr og rakur snjór í bland. Frábært veður og flott færi Núna kl 14:00 eru komnir um 260 gestir inn á svæði. Göngubraut á Hólssvæði ca 3 km hringur Velkomin á Siglufjörð Starfsmenn

Föstudaginn 8. febrúar opið kl 14-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 10:20 WSW 2-4m/sek, 2. stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Flott færi og flott veður. Göngubraut á Hólssvæði ca 3 km léttur hringur. Velkomin á skíði Starfsmenn

Fimmtudaginn 7. febrúar opið kl 15-20

Kl 17:15 er komin SV 8-18m/sek og við höfum lokað T-lyftu. Eingöngu Neðsta-lyfta keyrð. Skíðasvæðið er opið í dag frá  kl 15-20. Veðrið kl 17:15 SV 8-17m/sek,  0 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Veðurspá næstu daga er mjög góð fyrir okkar svæði. Göngubraut á Hólssvæði ca 3 km létt braut fyrir alla. Velkomin á Skíði Starfsmenn

Miðvikudaginn 6. febrúar opið kl 15-19

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 15:10 vestan gola, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það er ca 5-10 cm nýr snjór ofan á harðfenni. Flott færi og flott veður. Búngu-lyfta er stopp eftir óveðrið sem gekk hér yfir um daginn en vonandi kemst hún í lag á morgun.  Göngubraut tilbúin á Hólssvæði. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Þriðjudaginn 5. febrúar lokað

Í dag þriðjudaginn 5. febrúar er lokað. Opnum á morgun miðvikudaginn 6. febrúar kl 15:00. Veðurstöð komin í lag. Nýjar upplýsingar kl 12:00 á morgun. Starfsmenn  Stefnum á að gera göngubraut á Hólssvæði þegar skíðasvæðið er opið.

Mánudaginn 4. febrúar lokað vegna hvassviðris

Hlustið á þetta:http://tv.sksiglo.is/?file=VP6xHczSnMg#!  Siglufjörður er staðurinn!!!!!! Í dag verður lokað vegna hvassviðris og er reyndar ekki gott skyggni. Opnum aftur á miðvikudaginn kl 15:00. Veðurspá frá miðvikudegi til sunnudags er mjög góð fyrir okkar svæði. Þakka öllum þeim sem heimsóttu okkur nú um helgin en um 800 manns komu á skíðasvæðið.  Stefnum á að gera göngubraut á Hólssvæði þegar skíðasvæðið  er opið. Ath. Sjálfvirkur vindmælir sýnir ekki réttan vindstyrk, unnið er að viðgerð. Sjáumst hress Starfsmenn  

Sunnudaginn 3. febrúar opið frá kl 11-16

Kl 11:40 er skollin á blíða SV 2-6m/sek, frost 1 stig og sólin að sýna sig. Í dag verður opið frá kl 11-16. Veðrið kl 10:00 SV 4-11m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Veðurspá dagsins: Minnkandi suðvestanátt og léttir til. Norðaustan 8-13 og snjókoma í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en hiti kringum frostmark á morgun. Göngubraut tilbúin kl 13:00 á Hólssvæði.   Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði:  Í dag sunnudaginn, fer fram "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.  Velkomin í fjallið. Starfsmenn

Laugardaginn 2. febrúar opið kl 10-16

Frábærum degi lokið í fjallið komu 450 manns. Í dag laugardaginn 2. febrúar verður skíðasvæðið opið frá kl 10-16. Veðrið kl 07:40 austan gola, hiti 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það er nýr snjór í giljum og öllum troðnum brautum.  Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði:  Í dag, laugardag um kl. 13, er "Slopestyle" keppni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, þar er keppt á stökkpöllum og handriðum sem komið hefur verið upp í fjallinu fyrir þessa hátíð. Pylsupartí, tónlist og skemmtilegheit. Um kvöldið spilar og syngur MC Gauti á Allanum.  Á morgun, sunnudag, verður svo "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.  Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk

Föstudaginn 1. febrúar opið kl 14-19

Bjartur og fallegur dagur í dag. Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 14-19. Veðrið kl 13:00 WSW gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og flott færi. Það verður mikið um að vera um helginna: Brettasýning kl 21:00 í kvöld við Síldaminjasafnið (Opið í dag 14-19) Brettasýning í fjallinu laugardaginn 2. febrúar kl 13.00 á neðstsvæðinu. (Opið kl 10-16) Brettakeppni í fjallinu á sunnudaginn 3. febrúar kl 13:00 neðstasvæðinu. (Opið kl 10-16) Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn