Laugardaginn 2. febrúar opið kl 10-16

Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði 1-3 febrúar 2013
Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði 1-3 febrúar 2013

Frábærum degi lokið í fjallið komu 450 manns.


Í dag laugardaginn 2. febrúar verður skíðasvæðið opið frá kl 10-16. Veðrið kl 07:40 austan gola, hiti 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það er nýr snjór í giljum og öllum troðnum brautum. 


Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði: 


Í dag, laugardag um kl. 13, er "Slopestyle" keppni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, þar er keppt á stökkpöllum og handriðum sem komið hefur verið upp í fjallinu fyrir þessa hátíð. Pylsupartí, tónlist og skemmtilegheit. Um kvöldið spilar og syngur MC Gauti á Allanum. 


Á morgun, sunnudag, verður svo "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.


 Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk