Sunnudaginn 3. febrúar opið frá kl 11-16

Kl 11:40 er skollin á blíða SV 2-6m/sek, frost 1 stig og sólin að sýna sig.


Í dag verður opið frá kl 11-16. Veðrið kl 10:00 SV 4-11m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.


Veðurspá dagsins: Minnkandi suðvestanátt og léttir til. Norðaustan 8-13 og snjókoma í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en hiti kringum frostmark á morgun.


Göngubraut tilbúin kl 13:00 á Hólssvæði.



 


Snjóbrettahátíðin Snákurinn á Siglufirði:


 Í dag sunnudaginn, fer fram "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur. 


Velkomin í fjallið.

Starfsmenn