Fréttir

Tilboð á vetrakortum 2012-2013

Skíðasvæði Fjallabyggðar   Siglfirsku alparnir   Tilboð á vetrarkortum til 15.Des 2012     Hjónakort   kr 30.600,- Einstaklingskort kr 16.200.- Barnakort  (7-18 ára) kr 6.800.- Framhalds/Háskólanemakort 19+ kr 6.800.- Vetrarkort gilda frá hausti 2012 til vors 2013 Allar upplýsingar inn á skard.fjallabyggd.is og í síma 893-5059 Hægt er að panta kort í gegnum tölvupóst á egillrogg@simnet.is Reikningur 1102-26-1254 kt 640908-0680     Skíðasvæðið                                                                                                                                              

Reisning er hafin á Hálslyftu

Í gær fimmtudaginn 15. nóvember voru reist öll möstur í Hálslyftu og gekk það verk mjög vel þrátt fyrir mjög erfitt veður en SV rok var á svæðinu og verður haldið áfram í næstu viku að reisa drifstöð, endastöð og við ýmsa tengivinnu og fl. Minni ég en og aftur á að svæðið verður opnað laugardaginn 1. desember. Tilboð á vetrarkortum mun verða auglýst í næstu viku. Snjóalög er orðin mjög góð á öllu svæðinu, Búngusvæði þar er ca 2-3 metrar, T-lyftusvæði er um 0,70-1,20 metrar og nestasvæðið er um 0,50-1 meter, unnið verður við að moka til í brekkum  og troða næstu daga, þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Sjáumst hress í Skarsðdalnum í vetur Egill Rögnvaldsson

Framkvæmdir á áætlun í Skarðsdalnum

Lokið var við að steypa undirstöður fyrir Hálslyftu 26. október, unnu við það verk margir vaskir menn en að því verki komu Bergara, Básara, Rauðkumenn og fl, í undirstöður fóru um 42 m3 af steypu. Þetta verk tókst mjög vel en einungis tók 5 daga að grafa fyrir mótum, koma þeim fyrir og steypa, takk fyrir þetta drengir. Allur lyftubúnaður er kominn til Sigló og bíður þess að verað setur upp þegar steypa hefur náð styrk, unnið verður við rafbúnað og að gera lyftubúnað kláran næstu daga, en markmiðið er að reisa lyftuna í kringum 15-20. nóvember og taka lyftuna í notkun 1.desember. Það hefur ýmislegt verið gert til að bæta þjónustu við skíðafólk í Skarðsdalnum. Búið er að setja upp nýtt hús á Búngusvæði með snyrtingum og pallur í kring, búið er að lagfæra og lengja Stálmastursbrekku og lýsing hefur verið bætt á því svæði, búið er að færa Markhús og byggja pall í kringum það, sem nýtist sem Mark-og Hálslyftuhús. Það eru spennandi tímar framundan í Skarðsdalnum en markmiðið er að opna svæðið 1. desember og þar með nýja lyftu Hálslyftu sem mun gjör breyta svæðinu. Þegar þetta er skrifað er kominn nægur snjór á Búngusvæði og í efrihluta T-svæðis, þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Egill Rögg

Framkvæmdir við Hálslyftu ganga vel

Allt á fullu við byggingu á Hálslyftu sem mun tengja T-lyftusvæðið og Búngusvæðið og auðvelda allt aðgengi á Búngusvæðið. Búið að koma öllum mótum fyrir og unnið er að því að færa Markhúsið sem mun nýtast sem Markhús og Hálslyftuhús, lagfæra þarf Stálmasturbrekku og bæta lýsingu á svæðinu. Sjá frétt inn á siglo.is http://sksiglo.is/is/news/framkvaemdir_a_skidasvaedinu/  

Húsið komið á sinn stað á Búngusvæði. Búngulyftu og WC hús

Nýtt Búngulyftu og WC hús komið á sinn stað, farið var með húsið í dag og verður vatn, frárennsli og rafmagn tengt í þessari viku. Allt á fullu er varð Hálslyftu sem mun tengja saman T-lyftusvæðið og Búngusvæðið. Unnið er að gerð  prófíls og teikningum og er meiningin að mæla út fyrir lyftunni og grafa fyrir lyftuspori og undirstöðum eftir 15. september. Um leið og eitthvað er að gerast setjum við upplýsingar inn á heimasíðu, sigló.is og facebook. Egill Rögg  

Framkvæmdir að hefjast í Skarðsdal

Framkvæmdir munu hefjast eftir verslunarmanna helgi á því að byggt verður nýtt Búngulyftuhús og í því húsi verða snyrtingar, þannig að öll aðstaða fyrir gesti á Búngusvæðu mun batna. Síðan í framhaldinu mun verða byggð lyfta (Hálslyfta) en nafni er komið til af því að hún mun enda upp á Siglufjarðarhálsi og verður allt aðgengi að Búngusvæði auveldara. Skarðskveðja Egill Rögg  

3. maí Skíðasvæðiðinu hefur verið lokað þetta vorið.

Skíðasvæðinu hefur verið lokað þetta vorið, starfsmenn skíðasvæðisins þakkar þeim fjölmörgu sem heimsótu okkur í vetur, sjáumst hress næsta vetur. Opnunardagar í vetur voru 94 og gestir voru 12. þúsund. Gleðilegt sumar Starfsmenn Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal, það gleður augað: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndba  

Mánudaginn 30. apríl opið kl 09-14

Jæja nú er runninn upp síðasti opnunar-dagurinn þetta vorið og er hann mjög fallegur. SV veturinn frægi kveður með veður blíðu.  Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 09-14, veðrið kl 08:00 WSW 1-3m/sek, hiti 6 stig og heiðskírt. Færið er troðinn rakur og þurr snjór í bland, mjög gott færi fyrir alla. Opnum Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið Velkomin í fjallið, starfsmenn Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal, það gleður augað: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndba  

Sunnudaginn 29. apríl opið kl 11-16

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 11-16, veðrið kl 09:30 NV 2-4m/sek, éljagangur og frost 1 stig, Færið er troðinn nýr snjór og er færið mjúkt. Í dag opnum við Neðstasvæði og T-lyftusvæðið, annað er í skoðun. Tilboðsverð per dag fullorðinn kr 1.500.- og barn kr 500.- Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér frábærar aðstæður í Skarðsdalnum þetta vorið. Opnun er þessi næstu 2 daga. Sunnudaginn 29.apríl kl 11-16 og allar síðasti dagurinn er mánudaginn 30. apríl opið kl 09-14.  Starfsmenn Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal, það gleður augað: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndba  

Laugardaginn 28. apríl opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 08:30 logndrífa, hiti 1 stig og alskýjað. Færið er troðinn nýr snjór, brekkur breiðar og góðar. Hugsið ykkur að koma í fjallið og hlusta á Lóuna kvaka er hægt að biðja um meira. Skíðamenn nær og fjær koma nú í fjallið. (Blakarar og Eyfirðingar). Sjá hér að ofan hvaða svæði eru opin og kannski opnum við allt. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn Tilboðsverð per dag fullorðinn kr 1.500.- og barn kr 500.- Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér frábærar aðstæður í Skarðsdalnum þetta vorið. Opnun er þessi til næstu mánaðarmóta. Laugardaginn 28. apríl opið kl 11-16 og síðasti opnunardagurinn er sunnudaginn 29.apríl kl 11-16 og allar síðasti dagurinn er mánudaginn 30. apríl opið kl 10-14.  Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal, það gleður augað: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndba