Reisning er hafin á Hálslyftu

Fyrsta mastrið komið upp tfv Ragnar Steingrímsson, Óðinn Rögnvaldsson og Stefán Benediktsson
Fyrsta mastrið komið upp tfv Ragnar Steingrímsson, Óðinn Rögnvaldsson og Stefán Benediktsson

Í gær fimmtudaginn 15. nóvember voru reist öll möstur í Hálslyftu og gekk það verk mjög vel þrátt fyrir mjög erfitt veður en SV rok var á svæðinu og verður haldið áfram í næstu viku að reisa drifstöð, endastöð og við ýmsa tengivinnu og fl. Minni ég en og aftur á að svæðið verður opnað laugardaginn 1. desember.

Tilboð á vetrarkortum mun verða auglýst í næstu viku. Snjóalög er orðin mjög góð á öllu svæðinu, Búngusvæði þar er ca 2-3 metrar, T-lyftusvæði er um 0,70-1,20 metrar og nestasvæðið er um 0,50-1 meter, unnið verður við að moka til í brekkum  og troða næstu daga, þannig að þetta lítur allt mjög vel út.

Sjáumst hress í Skarsðdalnum í vetur

Egill Rögnvaldsson