Fréttir

Mánudaginn 20. febrúar opið kl 14-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:30 NA gola, frost 6 stig og léttskýjað. Það er komið mjög fallegt veður. Færið er troðinn nýr snjór. Opnum Neðstasvæði og T-lyftusvæði kl 14:00 en Búngusvæðið kl 16:00 Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/ Fróðleiksmoli dagsins: http://northhotels.is/is Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Sunnudaginn 19. febrúar opið í dag kl 11:30-16:00

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11:30-16:00, veðrið kl 13:00 SW 2-8m/sek, frost 1 stig og töluverð snjókoma. Aðstæður eru erfiðar er varðar skyggnið. Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/ Byrjum á að opna Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið. Búngusvæði er í skoðun. Vindur við sleppingu á T-lyftu er SW 8-13m/sek og vindur við sleppingu á Búngulyftu er SW 15-25m/sek Velkomin í fjallið. Starfsmenn  

Laugardaginn 18. febrúar opið kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 15:25 SW 8-16m/sek, frost 8 stig, vindkæling er um 17 stiga frost og töluverður skafrenningur. Færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla. Byrjum á að opna Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið, Búngusvæðið opnum við vonandi eftir hádegið. Það hefur gengið á ýmsu eftir veðurhaminn undanfarna daga. Snjóalög eru mjög góð í Skarðsdalnum. Kl 14:00 Búið að lokað Búngusvæði vegna blindu of hvasst. Kl 15:30 Búið að loka T-lyftusvæði of hvasst. Því miður komumst við ekki yfir að gera göngubraut á Hólssvæðinu í dag.   Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Föstudaginn 17. febrúar lokað í dag vegna veðurs.

Það verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 11:30 ANA 8-20m/sek, frost 3 stig, skafrenningur og snjókoma. Miðað við veðurspá lítur morgundagurinn mjög vel út. Stefnum á að opna á morgun kl 10:00. Nýjar upplýsingar kl 08:00 Veðurspá í dag og morgun. Strandir og Norðurland vestra Gengur í norðaustan 13-20 með snjókomu. Norðan 10-15 í kvöld og él. Lægir í fyrramálið en snýst í suðvestan 8-13 með éljum síðdegis á morgun. Frost 2 til 8 stig. Spá gerð: 17.02.2012 06:31. Gildir til: 18.02.2012 18:00. Starfsmenn  

Fimmtudaginn 16. febrúar lokað í dag vegna hvassviðris.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris. kl 15:00, veðrið kl 15:00 SV 6-12m/sek og hviður 18-20m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Snjóalög er mjög góð hjá okkur í Skarðsdalnum. Erum að stefna á að opna kl 12-19 á morgun. Nýjar upplýsingar kl 10:00 á morgun. Við höfum ekki getað gert göngubraut á Hólssvæði vegna hvassviðris og nú hafa snjóalög minnkað töluvert á Hólssvæðinu. Veðurspá í dag og á morgun: Strandir og Norðurland vestra Suðvestan 13-20 m/s með éljagangi. Dregur úr vindi í dag, suðvestan 5-13 síðdegis, en áfram él. Hægari í kvöld. Gengur í norðaustan 13-20 með snjókomu í fyrramálið. Hiti um og undir frostmarki en frost 2 til 6 stig á morgun. Spá gerð: 16.02.2012 06:31. Gildir til: 17.02.2012 18:00. Starfsmenn

Enginn titill

Miðvikudaginn 15. janúar lokað í dag vegna hvassviðris

Lokað í dag vegna hvassviðris, veðrið kl 15:00 SW 8-20m/sek og hviður upp í 25-30m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Veðurspá í dag og á morgun: Suðvestan 10-15 m/s og úrkomulítið, en 13-20 undir kvöld og éljagangur. Dregur úr vindi á morgun, suðvestan 5-10 síðdegis en áfram él. Kólnandi, hiti um og undir frostmarki í kvöld og á morgun. Spá gerð: 15.02.2012 11:57. Gildir til: 17.02.2012 00:00. Starfsmenn  

Þriðjudaginn 14. febrúar lokað í dag vegna hvassviðris.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris, veðrið kl 15:00 það er eitt orð yfir það rok og rigning, hiti 5 stig. Myndband frá Brettahátíð: http://vimeo.com/36681981 Nýjar upplýsingar á morgun kl 11:00 Starfsmenn  

Mánudaginn 13. febrúar lokað í dag vegna hvassviðris

Lokað í dag vegna hvassviðris, veðrið kl 15:00 SW 5-30m/sek, hiti 6 stig og alskýjað. Til upplýsinga er SW áttin mjög erfið hjá okkur kl 07:44 var hviða 43,4m/sek. Nú hefur verið lokað hjá okkur síðan á föstudaginn 10. febrúar vegna hvassviðris (SW) en snjóalög eru mjög góð eða um 100 cm að meðlatali í öllum brekkum og meira eftir því sem ofar kemur. Við munum standa vaktina og opna um leið og vind lægir. Veðurútlit í dag: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/nordurland_vestra Nýjar upplýsingar á morgun kl 12:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 12. janúar lokað í dag

Lokað í dag vegna hvassviðris og rigningar. Veðrið kl 11:30 SW 5-16m/sek, talsverð rigning og hiti 6 stig. Færið er mjög blaut reyndar rennandi blaut og er mjög erfitt að vinna brekkurnar við þessar aðstæður. Opnum á morgun kl 13-19. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Veðurspá dagsins og á morgun: Strandir og Norðurland vestra Suðvestan og vestan 8-15 og rigning en síðan skúrir eða slydduél. Lægir heldur og úrkomuminna í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun. Hiti 1 til 6 stig en kólnar um tíma í kvöld og nótt. Spá gerð: 12.02.2012 06:30. Gildir til: 13.02.2012 18:00. Starfsmenn