Fimmtudaginn 16. febrúar lokað í dag vegna hvassviðris.

Það getur verið fallegt
Það getur verið fallegt

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna hvassviðris. kl 15:00, veðrið kl 15:00 SV 6-12m/sek og hviður 18-20m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Snjóalög er mjög góð hjá okkur í Skarðsdalnum.

Erum að stefna á að opna kl 12-19 á morgun. Nýjar upplýsingar kl 10:00 á morgun.

Við höfum ekki getað gert göngubraut á Hólssvæði vegna hvassviðris og nú hafa snjóalög minnkað töluvert á Hólssvæðinu.

Veðurspá í dag og á morgun:

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 13-20 m/s með éljagangi. Dregur úr vindi í dag, suðvestan 5-13 síðdegis, en áfram él. Hægari í kvöld. Gengur í norðaustan 13-20 með snjókomu í fyrramálið. Hiti um og undir frostmarki en frost 2 til 6 stig á morgun.
Spá gerð: 16.02.2012 06:31. Gildir til: 17.02.2012 18:00.

Starfsmenn