Fréttir

Laugardaginn 12. mars opið kl 10-16

Nú er lokið frábærum skíðadegi gott skíðafólk, á svæðið í dag komu 355 manns, bæði veður og færi var eins og það gerist bezt, á morgun opnum við kl 10 og það verður ýmislegt um að vera á svæðinu, byrjandakennsla kl 13-15, fjallakakó hjá Skíðafélaginu síðan er æfing hjá hundabjörgunarsveitinni í Þvergilinu rétt fyrir ofan T-lyftuna kl 15.00 en eins við vitum er mjög gott að hafa björgunarmenn til taks þegar á reynir, sjáumst hress á morgun, það borgar sig að taka daginn snemma á morgun. Í fjallið núna eru um 350 manns við bestu aðstæður, frábært veður og frábært færi. Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:30 vestan 2-4m/sek, frost 8 stig og heiðskírt, færið er troðin nýr snjór og er mjög gott færi í öllum brekkum, Neðstasvæðið og T-lyftusvæðið opna kl 10:00 en Búngusvæðið opnar kl 12:00. Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, Dalvík og á Siglufirði:   Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Siglufirði geta skíðað á svæðunum um helgina þar sem fyrsta skiptihelgin verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður fyrsta skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur. Verðum með byrjandakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal. Starfsfólk  

Föstudaginn 11. mars lokað vegna veðurs

Veðurspá fyrir helginna er mjög góð. Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 15:15 N 10-18m/sek og hviður 20m/sek, frost 9 stig, vindkæling 22. stiga frost og smá skafrenningur. Skíðasvæðið opnar á morgun kl 10, nýjar upplýsingar kl 08:30 í fyrramálið. Minni á byrjandakennsluna á morgun kl 13-15. Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, Dalvík og á Siglufirði:   Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Siglufirði geta skíðað á svæðunum um helgina þar sem fyrsta skiptihelgin verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður fyrsta skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur. Verðum með byrjandakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal. Starfsfólk  

Fimmtudaginn 10. mars lokað vegna veðurs

Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, Dalvík og á Siglufirði:   Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli,  Dalvík og Siglufirði geta skíðað á svæðunum um helgina þar sem fyrsta skiptihelgin verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa.  Þetta verður fyrsta skiptihelgin af þremur sem boðið verður uppá í vetur. Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 13:00 ANA 15-25m/sek, hviður upp í 30m/sek, frost 11 stig og snjóél, svona til upplýsinga er vindkæling um 23. gráðu frost, nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00. Verðum með byrjandakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal. Starfsfólk

Miðvikudaginn 9. mars opið kl 13-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 15:00 austan gola, 9 stiga frost, smá éljagangur en léttir mjög vel til á milli, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla, Neðstasvæðið opnar kl 13:00 og T-lyftusvæði opnar kl 15:00. Staða á svæðum. Neðstasvæði: Brekka meðfram  lyftu, vegur að Rjúpnabakka og Rjúpnabakki. T-lyftusvæði: Brekka meðfram lyftu, Stálmastursbakki, vegur að Þvergili og Þvergil, Hólabraut, Bobbbraut og pallar. Verðum með byrjendakennslu fyrir börn í 1-2 bekk grunnskóla föstudaginn 11/3 kl 17-19, laugardaginn 12/3 kl 13-15, sunnudaginn 13/3 kl 13-15, tökum 4 krakka á hverjum klst og er verð per klst 1.000.- skráning í síma 467-1806/893-5059 Skíðasvæðið Skarðsdal. Velkomin í fjallið starfsfólk

Þriðjudaginn 8. mars opið kl 15-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, verðið kl 14:00 NV gola, frost 5 stig og alskýjað, færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 5-10cm á svæðinu, Neðstasvæðið og T-lyftusvæði vera opin í dag. Veðurspá dagsins er NA 10-18m/sek og snjókoma þegar líður á daginn. Velkomin í fjallið Starfsfólk

Mánudaginn 7. mars opið kl 14-19

Skíðasvæðið verður opið frá kl 14:00-19:00, veðrið kl 12:00 SV 5-12m/sek, frost 3 stig, léttskýjað og smá skafrenningur, færið er troðinn nýr snjór í bland við harðfenni og er mjög hart sumstaðar í brekkunum, það hefur skafið aðeins í brekkurnar. Svæðið er búið að vera opið í 70 daga frá 1. nóvember og eru gestir um 7. þúsund og en er eftir 7-8 vikur af tímabilinu fram á vorið, en svæðið lokar 2. maí. Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Velkomin í fjallið Starfsmenn  

Sunnudaginn 6. mars lokað í dag vegna veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 09:30 SV 5-15m/sek hviður 17-25m/sek og töluverður skarfrenningur, frost 1 stig, næsta opnun er á morgun kl 14:00, nýjar upplýsingar kl 12:00 á morgun. Starfsmenn  

Laugardaginn 5. mars opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 10:20 norðan gola, 0 stig, og alskýjað, færið er unnið harðfenni og það markar ágætlega í snjóinn þannig að það er gott færi fyrir alla. Farið varlega í Neðstubrekku, þar geta verið grjót sem standa upp úr. Upplýsingar um stöðu eftir svæðum: Neðstasvæði: Bakki meðfram lyftu inni, Vegur að  Rjúpnabakka góður og Rjúpnabakki  inni. T-lyftusvæði: Bakki meðfram lyftu inni, Vegur að Hólabraut góður og Þvergil með Bobbbraut og Palla tilbúið, Búngusvæði: Búngubakki inni, Innrileið inni Stálmasturbakki inni og tengileiðir frá Búngusvæði að T-lyftusvæði góðar. Göngubraut í Skarðsdalsbotni ca 1,5 km með spori verður til kl 13:00 Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544 Velkomin í fjallið starfsfólk

Föstudaginn 4. mars lokað í dag vegna veðurs

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, svæðið opnar á morgun kl 10, nýjar upplýsingar kl 08:30 á morgun.  Veðrið kl 15:20 ANA 4-15m/sek og hviður 20-25m/sek, 6 stiga frost. Nýjar upplýsingar kl 15:30 Starfsmenn.

Fimmtudaginn 3. mars lokað í dag vegna veðurs.

Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, Veðrið kl 14:00 SV 10-18m/sek og 25-30m/sek í hviðum, veðurspá fyrir morgundaginn er mjög góð og opnum við á morgun kl 14-19, nýjar upplýsingar kl 11:00 á morgun. Starfsfólk